Vaxandi gagnrýni á Bjarna innan Sjálfstæðisflokksins

Stjórnmál 27. sep 2022

„Það verður ekki betur séð en að formaður Sjálfstæðisflokksins hafi selt hugsjónir og loforð til kjósenda um ábyrga stjórn ríkisfjármála og minna bákn fyrir fimm auma ráðherrastóla og lítið annað. Það er miður,“ skrifar Ísak Rúnarsson á skoðanasvæði viðskiptamiðilsins Innherja. Greinin er enn eitt merkið um vaxandi gagnrýni á Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda landsfundar flokksins, en Ísak bauð sig fram sem formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna fyrir fáum árum og tapaði naumlega fyrir Ingvari Smára Birgissyni.

Litið var á framboð Ísaks sem framboðs þess arms flokksins sem styður Guðlaug Þór Þórðarson á meðan Ingvar Smári tilheyrði þeim sem styðja Bjarna. Naumt tap Ísaks má rekja til þess að nokkur fjöldi félaga í SUS misstu kjörgengi þar sem þeir voru sakaðir um að hafa skráð lögheimili til að öðlast atkvæðarétt þar sem þeir bjuggu alls ekki. Það má því vel líta á grein Ísaks sem tón úr herbúðum Guðlaugs Þórs.

Ísak skrifar: „Stjórn ríkisfjármála er frekar einföld að upplagi, aukin útgjöld þegar illa árar og samdráttur þegar vel árar. Ef það er gert með trúverðugum hætti hefur Seðlabankinn að öðru jöfnu færi á að lækka vexti og létta á byrðum borgaranna. Margir þessara sömu borgara standa frammi fyrir því að þurfa að herða sultarólina ansi harkalega á árinu 2023 til þess að eiga fyrir mikið hækkuðum greiðslum af húsnæðislánum. Aðal prófraunin þegar kemur að ábyrgri fjármálastjórn er hvort fjármálaráðherra og ríkisstjórnin hafi pólitíska burði til þess að vera leiðinlegi gaurinn í partýinu.

Sú ríkisstjórn sem nú er við völd hefur fyrst og fremst verið eyðslustjórn frá því hún var mynduð árið 2017 og nú virðist hún ætla að falla á stóra prófi ríkisfjármálanna. Íslenskur almenningur mun einfaldlega borga fyrir áframhaldandi frið á stjórnarheimilinu í gegnum húsnæðislánin sín. Reynslan frá árunum 2013-2016 sýnir að fjármálaráðherra veit vel hvað þarf til að stunda ábyrga stjórnun ríkisfjármála,“ skrifar Ísak.

Hér má lesa grein Ísaks Rúnarssonar: Fimm aumir ráðherrastólar

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí