Vilhjálmi blöskrar hræsnin á fundi Samtaka atvinnulífsins

Verkalýðsmál 30. sep 2022

„Hefði nú ekki verið nær hjá Samtökum atvinnulífsins að biðja þá sem sátu fundinn að fara eftir þeim launahækkunum sem það krefur sína eigin starfsmenn um að fara eftir,“ skrifar Vilhjálmur Birgsson formaður Starfsgreinasambandsins á Facebook „Það eru ekki félagsmenn ASÍ sem ástunduðu höfrungahlaup í síðustu kjarasamningum heldur fjölmargir af æðstu stjórnendum íslenskra fyrirtækja.“

Tilefni skrifa Vilhjálms var að í gær var ársfundur Samtaka atvinnulífsins haldinn í Hörpu og segir Vilhjálmur að óhætt sé að segja að þar hafi verið mikil flugeldasýning þar sem íslenskri verkalýðshreyfingu var fundið flest allt til foráttu.

Vilhjálmur skrifar áfram: „Á þessum fundi var öskrað á stjórnvöld um mikilvægi þess að breyta vinnulöggjöfinni og var ekki annað að skilja en að breyta þyrfti henni til að veikja og þrengja að starfsemi stéttarfélaganna.

Það var hins vegar grátbroslegt þegar Samtök atvinnulífsins töluðu um og vörpuðu glæru upp sem bar heitið „Stöðvum höfrungahlaupið“

Sannleikurinn er sá að fjölmargir sem sátu ársfund Samtaka atvinnulífsins í gær eru nánast þeir einu sem fóru ekki eftir því sem samið var um í lífskjarasamningnum.

Við sömdum um 90.000 kr. í fjögurra ára samningi handa þeim sem tóku laun eftir kauptöxtum og 60.000 kr. handa þeim sem voru ekki að taka laun eftir kauptöxtum.

Hér eru nokkur dæmi um launahækkanir á árinu 2021 til handa stjórnendum fyrirtækja sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins:

• Forstjóri Icelandair hækkaði um 1,8 milljón á mánuði

• Forstjóri Síldarvinnslunnar hækkaði um 833 þúsund á mánuði

• Forstjóri Símans hækkaði um 800 þúsund á mánuði

• Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur hækkaði um 600 þúsund á mánuði

• Forstjóri Eimskips hækkaði um 500 þúsund á mánuði

• Forstjórar 20 félaga í Kauphöllinni hækkuðu að meðaltali um 444 þúsund á mánuði í fyrra

Verkafólk, iðnaðarmenn og verslunarfólk sem tekur laun eftir kauptöxtum hækkaði um 24 þúsund á mánuði á sama tíma og þeir sem ekki tóku laun eftir töxtum hækkuðu um 18.000 kr.“

Vilhjámur skrifar síðan: „Svona í ljósi þess að það voru þingmenn og ráðherrar sem sátu þennan ársfund og hlustuðu á þennan boðskap frá SA þar sem talað var um höfrungahlaup og að setja þyrfti bönd á verkalýðshreyfinguna með hertri vinnulöggjöf þá er rétt að rifja upp hvort þeir hafi tekið sömu launabreytingum og lífskjarasamningurinn kvað á um.

Eins og áður sagði þá var samið um að laun hjá félagsmönnum ASÍ sem taka laun eftir kauptöxtum skyldu hækka um 90.000 kr. frá árinu 2019 til október 2022 eða sem nemur 22.500 kr. að jafnaði á ári. Þeir sem ekki tóku laun eftir lægstu kauptöxtum fengu 60.000 kr. eða sem nemur að jafnaði 15.000 kr.

Til upprifjunar þá hafa laun þingmanna hækkað um 244.000 kr. á mánuði og laun ráðherra hafa hækkað um 447.000 kr. frá árinu 2019 en ekki 90.000 eða 60.000 kr. eins og samið var um í lífskjarasamningum.

Já, hræsnin á þessum fundi hjá Samtökum atvinnulífsins ríður vart við einteyming!“

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí