Afhverju afnemið þið ekki skylduaðild að lífeyrissjóðum?

Verkalýðsmál 21. okt 2022

Trúnaðarráð Eflingar – stéttarfélags treystir því að þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni á næstunni leggja fram frumvarp þar sem skylduaðild að lífeyrissjóðum verði annað hvort afnumin eða skilyrt af eðlilegu lýðræði við meðhöndlun þeirra fjármuna sem sjóðfélagar eru skikkaðir með lögum til að greiða til þeirra.

Svona endar umsögn trúnaðarráðs Eflingar um frumvarp Óla Björns Kárasonar þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins sem gengur út á að afnema skylduaðild að verkalýðsfélögum. Trúnaðarráðið vill samkvæmt þessu afnema skylduaðild launafólks að lífeyrissjóðum sem eigendur fyrirtækja hafa stjórnað að mestu.

Trúnaðarráðið segir: „Trúnaðarráð Eflingar – stéttarfélags fagnar áhuga þingmanna Sjálfstæðisflokksins á mannréttindum og lýðræði. Þennan áhuga má sjá af nýlegu frumvarpi þeirra um félagafrelsi á vinnumarkaði.

Trúnaðarráð hvetur þingmenn Sjálfstæðisflokksins til að kynna sér starfsemi íslenska lífeyrissjóðakerfisins. Það kerfi byggir á skylduaðild, þar sem lög krefjast þess að minnst 12% af öllum launum verkafólks séu greidd í lífeyrissjóðsiðgjald. Getur það varðað sektum eða fangelsi að greiða ekki iðgjaldið.

Þegar iðgjaldið hefur verið greitt fellur það undir stjórn einstakra lífeyrissjóða, þar sem lýðræðislegt aðhald sjóðfélaga er ekkert. Þeir fá tækifæri til að kjósa, með milligöngu fulltrúaráðs, helming stjórnarmanna en hinn helmingurinn er valinn með geðþótta íslenskra fyrirtækjaeigenda. Með þessu fyrirkomulagi er tryggt að sjóðfélagar séu áhrifalausir um ráðstöfun þeirra fjármuna sem þeir eru þó skikkaðir með lögum til að greiða. Um er að ræða augljóst brot gegn félagafrelsi, mannréttindum og grunnreglum lýðræðisins.“

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí