Efling mun semja sjálf

Verkalýðsmál 27. okt 2022

„Ég er í góðu sambandi við Vilhjálm Birgisson og Ragnar Þór en á þessari stundu teljum við í Eflingu að réttast sé að félagið fari eitt í viðræður. hvað gerist á seinni stigum kemur svo í ljós,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.

Starfsgreinasambandið er því ekki með samningsumboðið fyrir Eflingu. Og reyndar ekki heldur Verkalýðsfélags Vesturlands. En önnur aðildarfélög hafa veitt sambandinu umboð. Starfsgreinasamabandið undir forystu Vilhjálms Birgissonar formanns þess mun mæta Samtökum atvinnulífsins ásamt Landssambandi íslenzkra verzlunarmanna undir forystu Ragnars Þórs, formans þess og VR. Samkvæmt tilkynningu frá samböndunum eru kjaraviðræður hafnar.

Viðræður Eflingar við Samtök atvinnulífsins hefjast innan skamms, að sögn Sólveigar Önnu. Fjölmenn samninganefnd félagsins er ganga frá kröfugerð sem lögð verður fram á næstu dögum.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí