Hélt aldrei að uppkaup eignafólks myndu dragast saman svo hratt

Húsnæðismál 25. okt 2022

Það dregur hratt úr þeim fjölda íbúða í eigu þeirra sem eiga fasteignir fyrir í Noregi. Þessi þróun kemur til vegna nýlegrar löggjafar sem sett var þar í landi, sem stemmir stigu við uppkaupum eignafólks á húsnæði. Norska þingið ákvað að nota takmarkanir á lánaheimildum og skuldsetningu ásamt því að setja á sérstakan fjármagnsskatt á þær fasteignir einstaklinga sem eru eingöngu fjárfestingar.

Norðmenn hafa undanfarna áratugi verið nokkuð duglegir að kaupa sér svokallaðar “sekundærboliger” eða íbúðir númer tvö. En eftir að ný lög um uppkaup eignafólks á húsnæðismarkaði tóku gildi í ársbyrjun 2019 hefur fjöldi þessara íbúða hrapað hratt og samkvæmt www.e24.no hefur fækkunin verið upp undir 7% á milli ára.

“Það hafa aldrei verið færri íbúðir í eigu eignafólks í Osló,“ segir Carl O. Ceving, formaður landssamtaka norskra fasteignasala. „Ég hélt að við myndum aldrei sjá svona lágar tölur. Vegna nýrra lánareglna er fasteignamarkaðurinn ekki eins eftirsóknarverður fyrir fjárfesta og það sést best í Osló.“ 

Íbúðum í eigu eignafólks í Osló hefur fækkað um 4000 talsins og skapað grundvöll fyrir fjölmarga til að komast inn á fasteignamarkaðinn.

Það sem vekur sérstaka eftirtekt að mati Ceving er að þessi þróun hefur staðið yfir á sama tíma og fasteiganverð hefur hækkað myndarlega í Noregi. Hann segir að yfirleitt skapi hækkun á fasteignaverði eftirvæntingar um góða ávöxtun, eins og sást í fasteignabólunni í Osló 2016. Slíkar bólur draga að sér fjárfesta, en það hefur ekki gerst núna.

„Þetta er mikil breyting því fjárfesting í íbúðarhúsnæði hefur verið einn af vinsælustu fjárfestingakostum fjárfesta undanfarið,“ segir Ceving.

Í viðtali við e24 segir hann að þetta sér fyrst og fremst afrakstur meðvitaðrar stefnu stjórnvalda í húsnæðismálum, að hygla fyrstu kaupendum og þeim sem eru að kaupa sér heimili til að búa í. Þetta gerir fjölskyldum auðveldara að eignast heimili því þau eru núna eingöngu að keppa við aðrar fjölskyldur í sömu stöðu.

Lögin sem norska þingið setti í ársbyrjun 2019 innihéldu reglur um að lánsheimildir til kaupa á aukaíbúð væru að hámarki 40% og að fjármagnsskattur yrði reiknaður af 95% af markaðsvirði, annars vegar 0.7% af markaðsvirði til sveitarfélagsins og 0.4% til ríkisins.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí