Konan sem fékk Ragnar Þór til að hætta við framboð

Verkalýðsmál 12. okt 2022

Það var Facebook-færsla Halldóru S. Sveinsdóttur formanns Bárunnar á Selfossi sem sýndi Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR að aldrei yrði nokkur friður innan Alþýðusambandsins. Eftir lesturinn áttaði hann sig á að ASÍ var ekki þess virði að sitja undir svona óhróðri alla daga.

Færsla Halldóru byrjaði sakleysislega: „Nú erum við hér saman komin á 45 þingi ASI. Um 300 fulltrúar 130 þúsund launafólks um allt land. Við tilheyrum stærstu launþegahreyfingu á Ísland og megum vera stolt af,“ skrifaði Halldóra.

En sneri sér svo að erindinu: „Við erum samt hér í skugga þess að forsetinn Drífa Snædal sem kosin var á síðasti þingi hrökklaðist úr embætti vegna þeirra fordæmalausu ofbeldismenningar sem hefur grafið um sig í hreyfingunni. Um leið og Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur tala um að við komum sterk út úr þinginu komist þau að eiga að hefjast hreinsanir í ASÍ, hvað þýðir það önnur hópuppsögn starfsmanna verkalýðshreyfingarinnar? Þegar hefur verið vegið að starfsmönnum ASÍ og trúverðugleiki þeirra dregin í efa á mjög ósmekklegan hátt. Starfsfólk ASÍ er góður og faglegur hópur sem þjónustar félögin út um all land og er ómetanlegt fyrir félögin að leita til. Almennt samanstendur hreyfingin af heiðarlegu og góðu fólki sem fordæmir það ofbeldi sem átt hefur sér stað. Fólk sem er tilbúið til forystu, fólk sem ber virðingu fyrir lýðræði, ber virðingu fyrir stórum og litlum stéttarfélögum, fólk sem hafnar aðförum að starfsmönnum og telur ASÍ það dýrmætasta sem við eigum. Kjósum það fólk til forystu á morgun.“

Fyrir þingið hafði Halldóra skrifað grein á Vísi ásamt nokkrum félögum sínum. Þar stóð m.a. um Ragnar:

„Við teljum að Ragnar Þór sé ekki fær um að valda þessu hlutverki. Hann kann illa á lýðræðislega umræðu, grípur stöðugt til hótana og gengur á dyr ef hann fær ekki sínu fram. Hann hefur ítrekað rakkað ASÍ, starfsfólk þess og kjörna fulltrúa niður og getur því ekki setið í stafni hjá sambandinu eða farið fyrir öflugri skrifstofu þess. Ragnar Þór sækist í völd án þess að greina frá hvað hann vill með þau og til marks um það ætlar hann að sitja með tvo hatta, sem forseti ASÍ og fara um leið fyrir VR. Með skilyrðislausum stuðningi sínum við formann Eflingar í gegnum hópuppsagnir á skrifstofufólki hefur hann jafnframt glatað trúverðugleika sem talsmaður launafólks á opinberum vettvangi. Við berum vonir til þess að fram stígi frambjóðandi sem getur leitt fólk saman og hefur áhuga á að vinna fyrir öll aðildarfélögin og fyrir allt launafólk sem undir þau heyra.“

Þann frambjóðanda fann Halldóra í Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, ritarar og fyrrum formannsframbjóðanda í Eflingu.

Þegar Drífa Snædal sagði af sér sem forseti ályktaði stjórn Bárunnar og þar kom þetta fram: „Nú hafa verið undirliggjandi hótanir um frekari hreinsanir starfsmanna verkalýðshreyfingarinnar. Þessi svokallaði armur hefur í gegnum tíðina gagnrýnt svokallað bákn verkalýðshreyfingarinnar sem að þeirra mati hefur ekki talað fyrir hönd láglaunafólks og þeirra sem minna mega sín. Nú er komin sú staða að þessir sömu aðilar eru orðnir að stóru valdamiklu bákni með sérhagsmuni að leiðarljósi. Stjórn Bárunnar stéttarfélags hefur verulegar áhyggjur af því að þessi ofbeldismenningin nái yfir í hreyfingunni sem stefnir í að vera ólýðræðisleg og óaðlaðandi.“

Og Halldóra var meðal 11 af 19 formönnum Starfsgreinasambandsins sem hörmuðu brotthvarf Drífu með yfirlýsingu þar sem segir m.a: „Jafnframt hörmum við þær aðstæður er urðu til þess að hún sá sig knúna til afsagnar. Það á enginn að þurfa að upplifa sig við þannig aðstæður á sínum vinnustað. Verkalýðshreyfingin á að vera fyrirmyndar vinnustaður og verður að koma í veg fyrir að starfsfólk hennar upplifi sig eins og Drífa gerði.“

Ásakanir um ofbeldi hafa verið gegnumgangandi hjá Halldóru og það voru þær ásakanir sem Ragnar Þór segir að hafi fyllt mælinn á þinginu.

Halldóra hefur verið formaður Bárunnar frá 2010. Hún var sjálfkjörin fyrr á þessu ári og mun því sitja að óbreyttu fram til 2024. Halldóra er Samfylkingarkona og situr þar í verkalýðsmálaráði ásamt þeim Agnieszku Ewu Ziolkowska og Finnboga Sveinbjörnssyni sem skrifuðu með henni bréfin um vanhæfni Ragnars Þórs.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí