Segir Sjálfstæðisflokkinn á leið niður í léttvínsfylgi

Verkalýðsmál 28. okt 2022

„Núverandi forysta er á góðri leið með að koma flokknum niður í léttvínsfylgi sem er ein leið í að jaðarsetja flokkinn. Hin leiðin er að nota komandi Landsfund til að efla tengslin við verkalýðshreyfinguna og hafna frekari aðför að vinnandi fólki,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR í tilefni af aðför Sjálfstæðisflokksins gegn verkalýðshreyfingunni.

Ragnar rifjar upp kynni sín af flokknum í grein á Vísi: „Þegar ég var ungur maður maður skráði ég mig í Sjálfstæðisflokkinn, fyrir pizzu og bjór, til að styðja við nokkra félaga mína sem voru að potast áfram til metorða í ungliðahreyfingu flokksins. Síðan þá hefur það reynst erfitt að segja sig úr þessum félagsskap þrátt fyrir nokkrar tilraunir. Ég hef því verið skráður í Sjálfstæðisflokkinn í yfir þrjá áratugi hvort sem mér líkar betur eða verr.“

„Af hverju tala þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki um samanburð við Norðurlöndin þegar kemur að húsnæðismarkaðnum?“ spyr Ragnar Þór. „Hvernig regluverki er háttað á leigumarkaði og þeim lánakjörum sem þar bjóðast? Af hverju snýst samanburðurinn ekki um aðgengi að heilbrigðisþjónustu og kostnaðarþáttöku sjúklinga, gjaldtöku fyrir aðgang að auðlindum eins og í Noregi? Hvað með skattkerfin og hvernig fjármagnið og auðstéttin er sköttuð? Hvar er sá samanburður?“

„Ég leyfi mér að vona að við sem íbúar þessa lands séum ekki farin að trúa því að flokkur sem stendur fyrir jafn grímulausri sérhagsmunagæslu, flokkur sem berst með svo hatrömmum hætti gegn minnstu tilraunum okkar til að bæta hér lífskjör, að norrænni fyrirmynd, hafi upp úr þurru hagsmuni vinnandi fólks að leiðarljósi,“ skrifar Ragnar Þór. „Það sem býr að baki er upphafið að hnignun stéttarfélaga og tilveru þeirra og þeirri mótspyrnu og aðhaldi sem þau hafa sýnt gegn botnlausri græðgi og ágangi sérhagsmunaafla í gegnum árin og áratugina. Fyrirmyndirnar og afleiðingarnar af þessari þróun eru víðar en við höldum. Og hún er ógnvænleg.“

Lesa má grein Ragnar Þórs hér: Í nafni frelsis og valdeflingar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí