Skoska þingið frystir húsaleigu

Húsnæðismál 23. okt 2022

Skoska þingið ákvað fyrir skömmu að setja lög yfir leigumarkaðinn vegna ósjálfbærra hækkana á húsaleigu sem eru farnar að ógna velferð skoskra leigjenda.

Húsaleiga í Skotlandi hefur hækkað um 62% á síðasta áratug þar sem ásókn í húsnæði hefur aukist gríðarlega. Ásókn í leiguhúsnæði í Skotlandi er orðinn 150% hærri en meðaltalið á Stóra-Bretlandi. Það er skortur á húsnæði sem þrýstir húsaleigu upp, ekki aukinn kostnaður leigusala.

Skoska þingið með Patrick Harvie ráðherra leigumarkaðar í fararbroddi samþykkti að frysta húsaleigu eftir stutta og snarpa umræðu. Leigufrystingin sem tók gildi 1. október síðastliðinn inniheldur líka bann við útburði og uppsögnum samninga á tímabilinu. Gildistími þessara laga mun til að byrja með vera 6 mánuðir, en skoska þingið hefur veitt ráðherranum heimild til að framlengja frystinguna í tvígang og um sex mánuði í senn. Það lítur allt út fyrir að skoskir leigjendur munu verða að fullu varðir fyrir hækkunum á húsaleigu næstu 18 mánuði.

Skotar samþykktu fyrir nokkru árum stranga löggjöf um leigumarkaðinn, sem kom til framkvæmda í desember 2017. Í Skotlandi er 23% af öllu húsnæði félagslegt leiguhúsnæði, rekið á kostnaðarverði af sveitarfélögum eða húsnæðisfélögum en einungis 15% húsnæðis er á frjálsum leigumarkaði. Breytingarnar á skosku húsaleigulögunum frá árinu 2017 var fyrst og fremst beint að frjálsa markaðnum og innihéldu meðal annars ákvæði um að allir húsaleigusamningar yrðu ótímabundnir. Einnig voru settar takmarkanir á hækkun húsaleigu sem síðan hafa fylgt ströngu ferli og sett var á fót nefnd á vegum stjórnvalda sem úrskurðar um húsaleigu.

Það eru ekki bara skoskir leigjendur sem hafa búið við hækkandi húsaleigu undanfarin áratug. Það gildir um leigjendur víða í Evrópu, Bandaríkjunum og Ástralíu. Á Íslandi hafa Samtök leigjenda lagt fram kröfur um leiguþak vegna ósjálfbærra hækkana á leigumarkaði sem ógna velferð leigjenda, líkt og kollegar þeirra í Skotlandi.

„Vísitala húsaleigu á Íslandi hækkaði um 87% á sama tímabili og hækkunin varð 62% í Skotlandi en samt ætla íslenskir stjórnmálamenn að láta eins og vandamál íslenskra leigjenda sé ómerkilegt og það þurfi bara hugsanlega og bara kannski takmarkaða og tímabundna vernd, þrátt fyrir að hækkanir á íslenskum leigumarkaði eigi sér engin fordæmi,“ segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda inntur eftir viðbrögðum við samþykktum skoska þingsins.

Fermetraverð húsaleigu á 100 fm. íbúð Reykjavík hækkaði um 78% síðasta áratug, sem er ívið minna enn hækkun vísitölunnar. Það er til marks um það að húsaleiga hefur hækkað hlutfallslega meira í öðrum sveitarfélögum en Reykjavík. Hefur húsaleiga á Selfossi til að dæmis hækkað um 106% á undanförnum áratug, þrátt fyrir að lengi vel var þar að finna ódýrar lóðir og leigufélagið Bríet með töluverða starfsemi.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí