Að tillögu Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar skipti þingflokkurinn um forysta áðan. Logi Einarsson tekur við sem formaður af Helgu Völu Helgadóttur.
Þórunn Sveinbjarnardóttur verður áfram varaformaður þingflokksins en Jóhann Páll Jóhannsson verður ritari, en Kristrún var í því hlutverki áður. Oddný Harðardóttir er varaforseti þingsins, svo eftir þessar breytingar er Helga Vala eini óbreytti þingmaðurinn án hlutverks.
Formaður þingflokks situr í stjórn flokksins. Logi tekur við sæti af Helgu Völu. Allir aðrir í stjórninni eru nýir þar: Kristrún Frostadóttir þingmaður og formaður, Guðmundur Árni Stefánsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og varaformaður, Arna Lára Jónsdóttir bæjarfulltrúi á Ísafirði og ritari, Jón Grétar Þórsson, formaður Samfylkingarfélags Hafnarfjarðar og gjaldkeri, Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og formaður framkvæmdastjórnar, Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður Sveitastjórnarráðs, og Logi Einarsson, þingmaður og formaður þingflokksins.
Auk Helgu Völu fara úr stjórn flokksins Heiða Björk Hilmisdóttir fyrrum varaformaður, Alexandra Ýr van Erven fyrrum ritari, Hákon Óli Guðmundsson fyrrum gjaldkeri, Kjartan Valgarðsson fyrrum formaður framkvæmdastjórnar og Sabine Leskopf fyrrum formaður Sveitastjórnarráðs.
Það hefur verið athygli vert hversu afgerandi forystuskiptin eru í flokknum. Og ekki síst hvernig Kristrún túlkar kjör sitt, að í því felist ákvörðun flokksins um stefnubreytingu gagnvart ýmsum málum, svo sem Evrópusambandinu, stjórnarskrá og mögulegri stjórnarþátttöku með Sjálfstæðisflokknum.
Kristrún hefur ráðið Ólafur Kjaran Árnason sem aðstoðarmann sinn, en Alþingi greiðir laun sérstakra aðstoðarmanna formanna stjórnarandstöðuflokkanna. Ólafur Kjaran var einskonar kosningastjóri Kristrúnar í formannskjörinu og fundarherferðum hennar um landið. Guðmundur Andri Thorsson var aðstoðarmaður Loga frá því Andri féll af þingi fyrir ári síðan, tók þá við af Freyju Steingrímsdóttur, sem nú starfar hjá BSRB.