Segir að Sigríður þurfi að segja af sér

Dómsmál 2. nóv 2022

Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að Sigríður Björk Guðjónsdóttir þyrfti að segja af sér sem ríkislögreglustjóri þar sem rannsókn hefði ekki verið hafin á refsiverðum brotum föður hennar. Brotin lágu ljós fyrir, komu fram í málaferlum gegn öðrum manni vegna brota á vopnalögum.

Sigríður Björk sagði sig frá rannsókn á meintum ráðagerðum tveggja ungra manna um hryðjuverk. Ástæðan er að rannsóknin beindist að Guðjóni Valdimarssyni vopnasala, sem er faðir Sigríðar. Gerð var húsleit á heimili hans og vinnustað og hald lagt á ólögleg vopn.

Komið hefur fram að Guðjón hefur lengi verið umsvifamikill byssusali. Hann útvegar meðal annars vopn erlendis frá. Í Kveik Ríkissjónvarpsins í gær kom fram að hann hefði útvegað manni ólöglegt vopn, hálfsjálfvirkan riffil, og það hefði komið fram í málaferlum gegn manninum.

Vilhjálmur segir að ríkislögreglustjóri beri að hefja rannsókn á refsiverðri háttsemi ef embættinu berst vísbending um slíkt. Þegar slíkt er skjalfest í dómsskjölum er augljóst að hefja eigi rannsókn. Það hafi ekki verið gert í tilfelli Guðjóns, sem svo vill til að er faðir ríkislögreglustjóra. Þess vegna verði Sigríður Björk að segja af sér.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí