Ríkissaksóknari skipar lögreglunni að rannsaka Semu Erlu og Maríu

Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að fella niður mál Einars S. Hálfdánarsonar gegn Semu Erlu Serdoglu, stofnanda Solaris, og Maríu Lilju Þrastardóttur, sjálfboðaliða samtakanna. Einar kærði fjársöfnun Solaris-samtakanna fyrir brottflutning Palestínufólks af Gaza til lögreglu í byrjun mars. Um mánuði síðar í apríl var greint frá því að lögreglan hefði hætt rannsókn á málinu þar sem ekki var talinn grundvöllur til að halda rannsókn á málinu áfram.

Einar kærði þessa niðurstöðu til ríkissaksóknara og það má segja að hann hafi með því fengið sínu fram. Líkt og fyrr segir þá er lagt fyrir lögreglustjóra að taka málið til viðeigandi meðferðar. Þetta kemur fram í afstöðu ríkissaksóknara til kæru, sem Samstöðin hefur undir höndum, en það er Jón H.B. Snorrason saksóknari sem undirritar hana. Rök hans fyrir þessari niðurstöðu hljóða svo:

„Á grundvelli þess sem að framan er rakið fellst ríkissaksóknari ekki á að rannsókn sé lokið og flelir hana úr gildi sbr. 6. mgr. 52. gr. sakamálalaga nr. 88/2008. Lagt er fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu að taka málið fyrir að nýju sem fellst m.a. í að skilgreina ætlað sakarefni og hvort sú háttsemi falli að eða samræmist lögum um opinberar fjársafnanir og taka skýrslu af báðum kærðu og afla upplýsinga hjá eftirlitsaðilum, þ.e. sýslumanni.“

Á mannamáli má því segja að ríkissaksóknari telji að lögreglustjórinn á höfuðborgasvæðinu hafi verið full fljótur á sér þegar hann felldi málið niður. Það er útskýrt nánar í fyrrnefndri afstöðu:

„Ríkissaksóknari hefur yfirfarið gögn málsins. Gögn bera með sér að lögregla hafi byrjað rannsókn sbr. skýrsla af Semu Erlu ber með sér. Í jósi framangreinds getur ríkissaksóknari ekki fallist á það að lögreglustjóri hafi skilgreint og sett fram með sjálfstæðum hætti tlað sakarefni eins og ber lögum samkvæmt. Ekkert kemur fram í gögnum um það hvað leiðir til þess að rannsókn sé hætt. Þykir því ekki annað fært en að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi og leggja fyrir lögreglustjóra að taka málið til viðeigandi meðferðar.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí