Segir Seðlabankann á villigötum

Dýrtíðin 22. nóv 2022

„Nú koma samn­inga­menn atvinnu­rek­enda að samn­inga­borð­inu og segja að ef launa­fólk sætti sig ekki við kaup­mátt­arrýrnun þá muni Seðla­bank­inn hækka stýri­vexti enn meira! Seðla­bank­inn er þarna kom­inn í hlut­verk eins konar „launa­löggu“ sem bannar eðli­legar launa­hækk­an­ir,“ skrifar Stefán Ólafsson prófessor og sérfræðingur Eflingar í Kjarnann.

Stefán gagnrýnir vaxtahækkanir Seðlabankans. Og hann hvetur Seðla­bank­ann til að draga til baka umtals­verðan hluta af stýri­vaxta­hækk­un­inni til að greiða fyrir gerð kjara­samn­inga í anda Lífs­kjara­samn­ings­ins sem vel reynd­ist. Við­eig­andi væri að mati Stefáns að fara með stýri­vext­ina niður á svipað ról og nú er í grann­ríkjum okk­ar.

Stefán spyr hver sé árangurinn af vaxtahækkunum Seðlabankans. „Verð­bólgan var farin að aukast lít­il­lega á seinni hluta síð­asta árs en tók svo stökk eftir að inn­rás Rússa í Úkra­ínu hófst í febr­úar á þessu ári,“ skrifar Stefán. „Mán­að­ar­legar hækk­anir verð­lags tvöfölduðust og voru á því róli fram til júlí. Þá dró úr þeim en nú í októ­ber jókst verð­bólgan á ný um 0,7%. Verð­bólgan fór hæst í 9,9% í júlí en er nú í 9,4%. Er það mik­ill árang­ur? Nei, varla.“

„Til að skilja hvers vegna aðgerðir Seðla­bank­ans hafa skipt svona litlu við að ná verð­bólg­unni niður er nauð­syn­legt að horfa til þess hverjar helstu orsakir hennar eru,“ skrifar Stefán. „Þær eru einkum tvær: inn­flutt verð­bólga (vegna inn­rás­ar­innar í Úkra­ínu og vegna trufl­ana í aðfanga­keðjum í heims­hag­kerf­inu í kjöl­far Kóvid) og óvenju miklar hækk­anir á íbúða­verði inn­an­lands.“

„Aðgerðir Seðla­banka Íslands hafa engin áhrif á inn­flutta verð­bólgu, hvorki á hernað Rússa né á virkni heims­hag­kerf­is­ins,“ skrifar Stefán. En hugs­an­legt er að þær hafi áhrif á hús­næð­is­mark­að­inn hér heima, og Stefán skoðar það.

„Hugs­unin með stýri­vaxta­hækkun er að hún slái á þenslu í inn­lenda hag­kerf­inu með rýrnun kaup­getu sem hægi á umsvifum og létti á þrýst­ingi á verð­lag­ið,“ skrifar hann. „Ef stærsti hluti inn­lenda vand­ans er of mikil eft­ir­spurn eftir íbúð­ar­hús­næði (sem hefur hækkað of mik­ið) þá verður vonin sú að auk­inn kostn­aður við lán­töku fækki þeim sem geta keypt íbúð­ir. En virkar það?“ spyr Stefán.

Og svarar að svo sé ekki. Þótt greina megi örlítið minni hækkun húsnæðis síðla sumars eftir að fram­boð hús­næðis jókst þá hefur verðið hækkað á ný síðustu tvo tvo mán­uði, en þó minna en áður.

„Ef mark­miðið með stýri­vaxta­hækkun yfir lín­una var að fækka mögu­legum kaup­endum íbúða þá er það eitt og sér mjög ómark­viss aðgerð sem almennt er ekki lík­leg til að virka,“ skrifar Stefán. „Það er vegna þess að vaxta­kostn­aður allra þeirra heim­ila sem skulda íbúða­lán hækk­ar, en ein­ungis mjög lít­ill hluti þeirra eru vænt­an­legir íbúða­kaup­endur til skemmri tíma. Veru­lega auknar byrðar eru lagðar á mik­inn fjölda fólks sem ekki er að fara að hafa nein áhrif á eft­ir­spurn eftir íbúð­u­m. 

Ég hef áður líkt þessum aðgerðum við það að fara á rjúpna­veiðar á skrið­dreka. Stór land­svæði eru sprengd og rústuð í þeirri von að tína upp nokkra fugla. Miklu er fórnað fyrir lít­ið. Fyrst þetta hefur skilað svona litlum árangri hefði mátt sleppa vaxta­hækk­un­inni að hluta eða jafn­vel mestu leyti,“ skrifar Stefán.

Grein hans má lesa hér: Seðlabanki á villigötum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí