Dýrtíðin fréttaefni í Póllandi: „Íslendingar þurfa að borga fjórum sinnum meira en Pólverjar“

Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum Íslendingi undanfarið að það er orðið ansi dýrt að versla sér mat. Ljóst er að mörgum hefur blöskrað síðustu mánuði þegar í ljós kom að minniháttar innkaup kostuðu tugi þúsunda. Svo slæmt er það að dýrtíðin hefur nú ratað í erlenda fjölmiðla.

Nánar tiltekið einn stærsta fjölmiðil Póllands, Fakt. Sá fjölmiðill ku vera sambærilegur við DV hér á landi að sögn Pólverja sem Samstöðin hefur rætt við. Fréttin er skrifuð af Pólverja sem kom hingað til lands sem ferðamaður en sá rak upp stór augu þegar hann hugðist versla í Bónus. Svo hneykslaður var pólski blaðamaðurinn að hann sá sig tilneyddan að ljósmynda Bónus og verðið þar bak og fyrir.

„Sex egg kosta 429 krónur, eða ríflega 12 pólskt slot. Við árbakka Visla kostar það helmingi minna,“ segir í fréttinni. Sumt kostar þó svipað mikið í Pólandi og Íslandi, svo sem bananar og kaffi. „Hvað varðar vatnsmelónur, þá þurfa Íslendingar að borga fjórum sinnum meira en Pólverja,“ segir í fréttinni en hana má sjá hér.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí