Ung Vinstri græn spyrja hvort stjórnarsamstarfið sé þess virði

Flóttafólk 4. nóv 2022

„Finnst ráðherrum og þingmönnum VG þessi vinnubrögð viðunandi? Er ríkisstjórnarsamstarfið virkilega orðið mikilvægara en mannúð? Svona vinnubrögð eru allavega ekki í okkar nafni!“ spyr framkvæmdastjórn Ungra vinstri grænna í yfirlýsingu.

„Það er ljóst að hér í okkar fallega landi, sem við höldum að sé svo saklaust, var framið mannréttindabrot í skjóli nætur, bókstaflega. Vinnubrögð stjórnvalda í málinu eru til háborinnar skammar og skorum við á ráðamenn þjóðarinnar að bera ábyrgð og gera betur,“ stendur í yfirlýsingunni.

Í yfirlýsingunni segir að framkvæmdastjórnin fordæmi brottflutning fimmtán hælisleitenda til Grikklands sem framkvæmdur var aðfaranótt fimmtudagsins. Ljóst sé að ómannúðlegum aðferðum hafi verið beitt við brottflutninginn, þá sérstaklega gegn fötluðum manni sem var meðal þeirra sem brottfluttir voru. Framkvæmdastjórnin fordæmir einnig aðgerðir lögreglu og Isavia á Keflavíkurflugvelli þegar lögreglan fyrirskipaði öryggisliði flugvallarins að hindra starf fjölmiðla og koma í veg fyrir myndatökur.

„Aðgerðirnar í gærkvöldi og nótt voru með eindæmum ómannúðlegar,“ segir í yfirlýsingunni. „Það sjá öll sem búa yfir nokkurri samkennd. Framhaldskólanemar voru handteknir á tröppum skólans, fatlaður maður var handtekinn, án réttargæslu- og lögmanns, og borinn út í lögreglubíl gegn vilja sínum og annað saklaust fólk fangelsað. Allt er þetta fólk sem flúði landið sitt af ástæðu, og sömuleiðis flúðu Grikkland af ástæðu. Hér hafði þetta fólk dvalið upp undir tvö ár, og þar af leiðandi myndað tengsl við land og þjóð. Hér leið þeim vel og vildu vera. En nú eru þau að öllum líkindum komin á götuna í Grikklandi, allslaus, vonlaus.“

Aðgerðum lögreglu gegn fjölmiðlum er einnig mótmælt: „Þegar búið var að handsama allt þetta saklausa fólk, var það flutt með rútu á Keflavíkurflugvöll. Fjölmiðlamenn eltu, en þegar á flugvöllinn var komið leitaði lögregla og öryggisgæsla allra leiða til þess að hindra starf fjölmiðla. Flóðljósum var beint í myndavélar fjölmiðlamanna og þar af leiðandi náðust engar fréttamyndir af því sem þar fór fram. Á Íslandi ríkir fölmiðlafrelsi sem ekki var virt, og þessar gjörðir samræmast ekki grundvallargildum lýðræðissamfélaga.“

Þegar kemur að því að kalla fólk til ábyrgðar benda Ung vinstri græn aðeins í eina átt:

„Þessi aðgerð er öll í boði dómsmálaráðherra og Sjálfstæðisflokksins. Dómsmálaráðherra hafði þó lítinn tíma til þess að ræða málið við fjölmiðla og þingnefnd í dag þar sem hann hafði í nógu að snúast í innanflokksmálum í Kópavogi. Svo mikið smáræði er mannréttindabrotið fyrir honum. Málaflokkurinn er augljóslega í kolröngum höndum en það þarf ekki að koma neinum á óvart,“ segir í yfirlýsingunni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí