Vægi Sjálfstæðisflokksins miklu minna en áður

Meðal annars vegna framboðs Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til formanns Sjálfstæðisflokksins var mikið rætt um vægi flokksins í samfélaginu á landsfundi. Heyra mátti ljúfsáran söknuð eftir þeim tíma að flokkurinn var ráðandi í umræðu meðal almennings. Ætla má að það sé aðeins um þriðjungur þess sem var fyrir 40 árum.

Við getum búið til einfalt reikningsdæmi til að lýsa þessari þróun.

Fyrir fjörutíu árum voru 155 þúsund manns á kosningaaldri, þar af um 2% ekki með íslenskan ríkisborgararétt  og þar af leiðandi ekki með kosningarétt. Í kosningunum fyrir og eftir þann tíma var kosningaþátttaka um 89%. Virkir pólitískt voru því 135 þúsund manns og af þeim sögðust iðulega um 50% styðja Sjálfstæðisflokkinn í skoðanakönnunum, um 67.600 manns, 44% fullorðins fólks á landinu.

Í dag eru um 295 þúsund manns á kosningaaldri, þar af um 20% ekki með kosningarétt. Kosningaþátttaka hefur verið um 80% undanfarið. Virkir pólitískt er því um 189 þúsund manns og af þeim segjast í könnunum um 23% styðja Sjálfstæðisflokkinn í skoðanakönnunum, rúmlega 43.400 manns, tæplega 15% fólks á kosningaaldri.

Það er mikill munur á afli flokksins í kaffitímum og fermingarveislum þegar 44% sem þar eru stödd styðja flokkinn eða hvort hlutfallið er 15%.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí