Fimmta eftirfylgniskýrsla GRECO (Samtaka Evrópuríkja um spillingu) kom út í dag. Þar kemur fram að íslenska ríkið hefur enn ekki leiðrétt eða komið ákveðnum hlutum stjórnsýslunnar í gott lag svo hægt sé að koma í veg fyrir spillingu. Þessi tiltekna skýrsla tekur sérstaklega mið af siðareglum og samskiptum innan stærstu valdastofnana landsins eins og landhelgisgæslunnar og lögreglunnar og að komið verði í veg fyrir hagsmunaárekstra innan þeirra.
Þann fyrsta júní sendu yfirvöld á Íslandi yfirlitsskýrslu yfir þær aðgerðir sem höfðu verið gerðar frá því síðasta skýrsla var birt á vordögum 2018. Þá voru fengnir óháðir aðilar frá Danmörku og Lettlandi til að yfirfara stöðu Íslands. Af 18 atriðum sem gerðar voru athugasemdir við í síðustu skýrslu var búið að leiðrétta fjögur að fullu. Þá voru sjö atriði að hluta til leiðrétt en önnur sjö stóðu eftir.
Því telja samtökin nokkra framför hafa orðið en þó sé árangur Íslands enn ófullnægjandi. Hægt er að kynna sér innihald skýrslunnar hér: Iceland – Publication of 5th Round Second Compliance Report