Íslenskukennsla að loknum löngum vinnudegi ekki vænleg til árangurs

Innflytjendur 9. des 2022

Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðarsinni segir í Tímariti Sameykis að eigi íslenska að halda stöðu sinni sem aðaltungumál landsins þurfi að gera stórátak í að kenna þeim sem hingað koma tungumálið. Samfélagið allt þurfi að leggjast á eitt við svo það megi takast – stjórnvöld, atvinnurekendur, verkalýðsfélög og fólkið sjálft. Íslenskukunnátta erlends starfsfólks er nefnilega allra hagur, segir Eiríkur.

Eiríkur vakti athygli á í greininni að hafi hann slegið fram þeirri hugmynd í haust að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu í væntanlegum samningum að erlendu starfsfólki yrði gefinn kostur á vandaðri íslenskukennslu í vinnutíma.

„Þessi hugmynd olli nokkru fjaðrafoki og var misjafnlega tekið – formaður Eflingar og fleiri verkalýðsleiðtogar töldu hana fráleita en Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og fleiri fögnuðu henni. Vitanlega má deila um aðferðina en ástæðan fyrir því að ég nefndi kjarasamninga í tengslum við þetta er sú að ef fólki á að vera heimilt að nýta hluta vinnutímans til íslenskunáms hlýtur það að verða að koma fram í kjarasamningi. Það þarf alls ekki að þýða, eins og víða var haldið fram í umræðunni, að verkalýðshreyfingin þyrfti þar með að lækka launakröfur sínar eða hverfa frá einhverjum öðrum kröfum. Það má vel hugsa sér að verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur semdu um að fólki gæfist kostur á íslenskunámi í vinnutímanum en sendi svo ríkinu reikninginn. Annað eins hefur nú gerst.“

Eiríkur segist halda að það sé nokkuð almenn skoðun að íslenskukennsla sem fer fram að loknum löngum vinnudegi sé ekki vænleg til árangurs.

„Grundvallaratriði er að kennslan fari fram á vinnutíma og helst á vinnustað –það eykur líkur á að kennslan höfði til fólksins og verði þar með árangursrík.“

Lesa má grein Eiríkis hér: Mikilvægi íslenskukunnáttu og íslenskukennslu

Frétt af vef Sameykis.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí