Reykjavík sker niður þrif hjá eldra fólki og öryrkjum

Velferð 15. des 2022

Velferðarsvið Reykjavíkur hefur skorið niður heimilisþrif hjá öryrkjum og eldra fólki. Þau sem fengu þrif hálfsmánaðarlega fá þau nú aðeins mánaðarlega. Fötluð kona sem Samstöðin ræddi við sagði að sér hafi verið boðið upp á að einhver heimsótti hana í staðinn eða færi með henni á kaffihús, en hún sagði að sig vantaði ekkert slíkt. Hún gæti ekki beygt sig og til dæmis ekki þrifið í kringum klósett.

Þau sem Samstöðin ræddi við sögðu að þetta væri ekki kynnt sem niðurskurður heldur breyting á þjónustu. Það kæmi hins vegar út sem niðurskurður gagnvart fólkinu, það fengi helmingi minni þrif en áður. Það væri alltof lítið að fá aðeins þrif einu sinni í mánuði.

Samstöðin hefur rætt við öryrkja og eftirlaunafólk sem stendur frammi fyrir þessari aðgerð og er ósátt. Og myndi gjarnan vilja heyra í fleirum. Vinsamlegast sendið ábendingu á samstodin@samstodin.is

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí