Flugliðar Play óánægðir með smánarlaun

Tugir hafa sagt upp störfum og mikil reiði í garð flugfélagsins og stéttarfélagsins ÍFF sem flugliðar segja að stafi ekki af hollustu við sig.

Tugir starfsmanna flugfélagsins Play hafa sagt upp störfum á síðuðustu vikum en flugfreyjur og flugþjónar eru verulega ósátt með kjör sín hjá félaginu.

Fréttablaðið segir frá þessu í dag en blaðið fékk að sjá launaseðil hjá einni flugfreyju félagsins og hljómuðu þau upp á 289 þúsund krónur útboraðar. Flugþjónn sem blaðið ræddi við segir „Við erum búin að vera að fljúga rosalega mikið og það er mikið keyrt á okkur en það er ekki að skila sér í launatékkann,“. Þá er haft eftir annarri flugfreyju sem hefur sagt starfi sínu lausu að tíu fyrstu freyjur og í heildina hátt í fjörutíu manns hafi sagt upp á síðustu tveimur mánuðum. Hún segir mikla starfsmannaveltu sem þessa ekki samræmast eðli starfsins. Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, vill ekki kannast við að um mikinn fjölda sé að ræða miðað við stærð flugfélagsins en segir að nokkrir flugliðar hafi vissulega sagt upp störfum á síðustu vikum og séu ýmsar persónulegar ástæður fyrir því. Þá segir hún það ekki óeðlilegt að að það sé starfsmannavelta hjá þetta stórum og vaxandi vinnustað en hjá félaginu starfa um 350 manns.

Hún segir að nær sanni sé að á síðustu fjórum til fimm mánuðum hafi um 20 fastráðnir a flugliðar sagt starfi sínu lausu. Einnig kannast hún ekki við að nokkur starfsmaður fái útborgaðar aðeins 289 þúsund krónur en launin samanstandi af þremur launaseðlum um hver mánaðamót og upphæðin eigi að öllum líkindum aðeins við um einn þeirra.

Mikillar óánægju gætir einnig hjá flugþjónum og -freyjum með stéttarfélagið þeirra sem að þau segja að bjóði ekki upp á nein hlunnindi eins og önnur stéttarfélög svo sem gleraugnastyrki eða styrki í líkamsrækt. Þau fái ekki akstursþjónustu til og frá vinnu og þurfa sjálf að aka Reykjanesbrautina hvernig sem viðrar. Þau segja félagið rekið af hagsmunaaðilum flugfélagsins og upplifa að það fólk sé ekki í sínu stuðningsliði.

„Maður er eiginlega að borga í ekkert, það ekki eins og maður getað leitað til þeirra,“ er haft eftir einum flugþjóni Play og bætir hann við, „Það er alltaf verið að troða inn í hausinn á okkur að við séum öll í þessu saman á meðan þau eru bara á „sky high“ launum,“ bætir hann við.

ÍFF hefur boðað til fundar í dag klukkan 16.00 með félagsmönnum sínum og var opnað fyrir nafnlausar spurningar í gegnum Slido á samskiptavef félagsins til þess að fá kveikjur fyrir umræður fundarins. Það endaði hins vegar með því að loka þurfti fyrir það aftur vegna mikillar reiði starfsmanna. Í bréfi til félagsmanna kemur fram að þar sem fólk hafi notað þann vettvang til að smána og breiða út níð á hendur stjórnarmeðlima hafi slíkt ekki verði liðið og því lokað fyrir ummæli og spurningar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí