Frönsk lífeyrismál: Um hvað er deilt?

Enn á ný logar götur Frakklands vegna mótmæla gegn ráðagerðum stjórnvalda um að eftirlaunaréttindi launafólks. Um hvað snýst þessi langvinna deila? Og er það svo að eftirlaun sé að sliga franskan efnahag?

Franska ríkisstjórnin lagði fram frumvarp í vikunni sem gerir ráð fyrir víðtækum breytingum á lífeyriskerfi launafólks, meðal breytinga færa töku lífeyris aldurs úr 62 árum í 64 ár. Um miljón manns launafólks sýndi hug sinn í verki og streymdu út á götur og mótmælti kröftuglega áformum ríkisstjórnarinnar í síðustu viku. Starfsfólk olíuhreinsistöðvar hefur boðað til 48 klukkustunda verkfalls sem hefst í dag og mótmælafunda í vikunni. Auk þess er boðað til mótmælafunda og samræmdra aðgerða verkalýðsfélaga 31. Janúar. Hverju vill franska ríkisstjórnin breyta og hvers vegna og hvers vegna er svo margt launafólk andvígt?

Hvernig er franska eftirlaunakerfið?

Opinbera franska lífeyrissjóðakerfið er að stærstum hluta gegnumstreymis kerfi sem þýðir að fólk safnað ekki sjóði til að borga sér eftirlaun síðar heldur borga þau sem eru í vinnu eftirlaun þeirra sem eru aldraðir hverju sinni. Það er misjafnt eftir starfsstéttum og milli opinbera og einkageirans hvenær launafólk getur byrjað að taka eftirlaun til dæmis lögreglumenn, herinn og annað launafólk með krefjandi og líkamlega erfið störf byrjað eftirlauna töku fyrr.

Á Íslandi eru ellilífeyrir almannatrygginga gegnumsteymiskerfi en lífeyrissjóðirnir uppsöfnunarkerfi.

Gott er að hafa nokkrar stærðir í huga þegar hugsað er um lífeyrismál. Miðaldur Frakka er 41,6 ár samanborið við Íslendinga er 36,3 ár. Útgjöld hins opinbera til eftirlauna á íslandi er 2,6 prósent af landsframleiðslu en í Frakklandi 13,1 prósent. Hlutur lífeyrissjóða í eftirlaunum á íslandi var 4,1 prósent af landsframleiðslu en í Frakklandi aðeins 0,3 prósent. Af þessu má sjá hversu lítill hluti eftirlauna í Frakklandi kemur úr sjóðsöfnun almennings en stór hluti frá almannatryggingum. Og ekki síður hversu þungt eftirlaunin vega í Frakklandi. Samanlögð útgjöld almannatrygginga og lífeyrissjóða eru því 6,7 prósent á Íslandi en 13,4 prósent í Frakklandi.

Meðaltals eftirlaun úr almannatryggingakerfinu í Frakklandi eru tæplega 236 þús. kr. á mánuði fyrir skatt. Miðað við verðlag jafngilfir það um 326 þús. kr. á Íslandi. Það er ódýrara að lifa í Frakklandi og sérstaklega fyrir hin fátækari þar sem matur er mun ódýrari.

Í Frakklandi eru lífeyrir og ellilaun tekjuskattskyld. Skattleysismörk eru tæplega 134 þús. kr. samanborið við tæplega 190 þús. kr. á Íslandi.

Íslenskt eftirlaunafólk myndi borga tæplega 43 þús. kr. í skatt af 326 þús. kr. eftirlaunum eða 13% tekna sinna. Franskur eftirlaunaþegi borgar rúmar 11 þúsund kr. af sínum 236 þús. kr. sem gera tæp 5% af tekjunum.

Rétt er að taka fram að mjög margar breytur þarf að taka inn þegar Franskur tekjuskattur er reiknaður, svo sem hvort þú rekur heimili, ert með börn á framfæri. Franska skattkerfið jafnar tekjur milli hópa mun meira en það íslenska.

En til að útskýra franskt tekjuskattskerfi enn frekar læt ég fylgja með útreikninga fyrir sambúðarfólk sem rekur heimili og er með árlegar tekjur upp á 11,7 m.kr. árstekjur eða tæplega 976 þús. kr., á mánuði. Þið sjáið að slíkar tekjur rúmast innan þreps 3.

ÞrepLaun
á mán
Skatt-
prósenta
SkatturSkatt
-hlutfall
Þrep 1133.8370%
Þrep 2341.23511%22.8147%
Þrep 3975.73230%213.16322%
Þrep 42.098.66541%673.56532%

Hvað vill stjórnmálastéttin?

Stjórnmála stéttin segir að breytingarnar geri kerfið fjárhagslega sjálfbært.

Ef frumvarpið verður að lögum mun það hafa áhrif á launafólk sem verður 62 ára á þessu ári, réttur til eftirlauna mun frestast um 3 mánuði. Eftir 7 ár mun skerðingin vera komin að fullu til framkvæmd, því þarf launafólk sem er fætt 1968 að bíða aukalega í 2 ár eftir að hefja töku eftirlauna. Og til að öðlast full réttindi þarftu að hafa starfað í að minnsta kosti 43 ár.

Það launafólk sem þurfti að taka hlé frá þátttöku á vinnumarkaði til að eignast börn og stunda nám þurfa að vinna til 67 ára aldurs til að eiga rétt á óskertum eftirlaunum. Þau sem hófu þátttöku snemma 14 til 19 ára og fólk með mikil heilsufarsvandamál fá að fara fyrr á eftirlaun.

Ríkisstjórnin heldur því líka fram að lágmarks eftirlaun muni hækka um allt að 15.707 krónur á mánuði ef þessar breytingar verða samþykktar, þar sem það verða færri eftirlaunaþegar. Þótt potturinn verði minni verða enn færri um hann og hver fær meira.

Hvað vill launafólk?

Skoðanakannanir sýna að mikill meirihluti frakka eru andvígir breytingum á eftirlaunakerfinu. Gríðarlega fjölmennar mótmælaaðgerðir síðasta fimmtudag sýndu að mikil andstaða er við frumvarpið, það mikil andstaða að fólk var til í að gera eitthvað í málunum og fara út á götur og mótmæla af mikilli ástríðu.

Afstaða launafólks byggir á að eftirlaunakerfið sé afrakstur baráttu verkalýðsins á síðustu öld, mikilvægur áfangi í að gera líf verkafólks skaplegra innan kapítalismans. Krafna um skerðingu kerfisins nú sé afleiðing af skattalækkunum til hinna ríku á undanförnum árum. Vandinn sé skattalækkunin, ekki réttindi launafólks. Auk þess megi sjá fram á fækkun starfa vegna tæknibreytinga og gervigreindar í framtíðinni og því sé það heimskulegt að fjölga fólki á vinnumarkaði. Það muni aðeins leiða til meiri atvinnuleysis og alls ekki minni kostnaðar fyrir hið opinbera.

Myndin: Baráttukona heldur á spjaldi sem á stendur „Macron taktu lífeyri þinn í stað okkar“ á fundi, sem La France Insoumise, flokkur Jean-Luc Mélenchon, og ýmiss æskulýðssamtök stóðu að til að mótmæla lífeyris breytingum Frakklandsforseta, í París á laugardaginn síðasta.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí