Hækkun verðbólgu vonbrigði, en fyrirséð

Dýrtíðin 30. jan 2023

Stjórn Neytendasamtakanna brást við mikilli hækkun verðlags samkvæmt neysluvísitölu, lýsti yfir vonbrigðum og skoraði á stjórnvöld að hætta að auka verðbólguna en vinna gegn henni í staðinn.

Yfirlýsing stjórnar er svohljóðandi:

Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir gífurlegum vonbrigðum með aðgerðir stjórnvalda sem leiða til þeirrar miklu verðbólgu sem fréttir berast af í dag. Samkvæmt Hagstofunni hækkar verðbólgan um 0,85% milli mánaða og ársverðbólgan fer úr 9,6% í 9,9%. Aldrei þessu vant nær venjubundin lækkun verðbólgu vegna janúarútsala ekki að slá á hækkunina að neinu ráði. Hækkun verðbólgu í janúar er að mestu til komin vegna hækkana á búsi, bílum og búvörum. Þessi kostnaðarliðir eiga það sameiginlegt að hið opinbera stýrir verði þeirra að verulegu leyti með álögum. Því miður virðist það ganga eftir sem stjórn Neytendasamtakanna benti á í umsögn um fjárlagafrumvarpið, að krónutöluhækkanir gjalda ríkisins skila sér beint út í verðbólguna.

Staðan er grafalvarleg og stjórn Neytendasamtakanna skorar á stjórnvöld að ganga á undan með góðu fordæmi og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að draga úr verðbólgu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí