Hækkun verðbólgu vonbrigði, en fyrirséð

Dýrtíðin 30. jan 2023

Stjórn Neytendasamtakanna brást við mikilli hækkun verðlags samkvæmt neysluvísitölu, lýsti yfir vonbrigðum og skoraði á stjórnvöld að hætta að auka verðbólguna en vinna gegn henni í staðinn.

Yfirlýsing stjórnar er svohljóðandi:

Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir gífurlegum vonbrigðum með aðgerðir stjórnvalda sem leiða til þeirrar miklu verðbólgu sem fréttir berast af í dag. Samkvæmt Hagstofunni hækkar verðbólgan um 0,85% milli mánaða og ársverðbólgan fer úr 9,6% í 9,9%. Aldrei þessu vant nær venjubundin lækkun verðbólgu vegna janúarútsala ekki að slá á hækkunina að neinu ráði. Hækkun verðbólgu í janúar er að mestu til komin vegna hækkana á búsi, bílum og búvörum. Þessi kostnaðarliðir eiga það sameiginlegt að hið opinbera stýrir verði þeirra að verulegu leyti með álögum. Því miður virðist það ganga eftir sem stjórn Neytendasamtakanna benti á í umsögn um fjárlagafrumvarpið, að krónutöluhækkanir gjalda ríkisins skila sér beint út í verðbólguna.

Staðan er grafalvarleg og stjórn Neytendasamtakanna skorar á stjórnvöld að ganga á undan með góðu fordæmi og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að draga úr verðbólgu.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí