Kennarar á leið í verkföll í Bretlandi

Verkalýðsmál 16. jan 2023

Kennarar í Bretlandi hafa samþykkt verkföll til að knýja á um frekari launahækkanir. Þeir hafna tilboði ríkisstjórnar Íhaldsflokksins, sem vill að launafólk taki á sig kjaraskerðingu á verðbólgutímum. Ríkisstjórnir hefur boðið 5% launahækkun í 10% verðbólgu, ekki svo langt frá 6,75% hækkun meðallauna í samningum verslunar- og iðnaðarmanna.

Eins og algengt er í Bretlandi verður skæruverkföllum beitt, það fyrsta 1. febrúar. Verkfallsdagar verða sjö á einum og hálfum mánuði. en kennarar í hverjum skóla munu ekki leggja niður störf í meira en fjóra daga.

Verkföll kennara bætast við verkföll hjúkrunarfræðinga, lestarstarfsmanna og fleiri stétta.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí