Laun verkafólks á Akureyri hærri en í Reykjavík

Verkalýðsmál 19. jan 2023

Samkvæmt kjarakönnunum Gallup fyrir Einingu-Iðju á Akureyri og sambærilegri könnun fyrir Eflingu á höfuðborgarsvæðinu eru bæði dagvinnulaun og heildarlaun verkafólks hærri á Akureyri en á höfuðborgarsvæðinu. Munur heildarlauna er 21 þús. kr., verkafólki á Akureyri í vil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu.

Efling segir að þetta sé staðan þrátt fyrir að meðallengd vinnuvikunnar sé markvert lengri hjá Eflingarfólki. Fullvinnandi Eflingarfólk vinni að jafnaði 45,7 klst. á viku en hjá Einingu-Iðju sé vinnuvikan að jafnaði 44 klst. á viku.

Báðar kannanir voru gerðar síðastliðið haust, áður en nýir kjarasamningar voru gerðir. Könnun Einingar-Iðju nær til launa og vinnutíma í september og könnun Eflingar nær til launa og vinnutíma í ágúst. 

Niðurstöðurnar má sjá hér:

Heildarlaun eru dagvinnulaun að viðbættum álagsgreiðslum, bónusum og yfirvinnu áður en kemur að greiðlsu skatts, iðgjalda og annarra gjalda. Kannanirnar meðal félagsmanna hvors félags eru framkvæmdar á svipaðan hátt og ættu því að vera ágætlega sambærilegar. Lengd vinnuvikunnar miðast við fullvinnandi fólk.

Þegar dreifing heildarlauna er skoðuð kemur skýrlega í ljós að Eflingarfólk býr í meiri mæli við lægstu laun en stærri hluti félagsmanna Einingar-Iðju fer upp í hærri launabil, eins og sést á þessari mynd:

Efling bendir á að kjarastaða Eflingarfólks einkennist af því, að það býr við mun meiri húsnæðiskostnað en annars staðar þekkist á landinu og hefur lægri laun en sambærilegur hópur á Akureyrarsvæðinu, þrátt fyrir að vinnuvika Eflingarfólks sé hátt í tveimur tímum lengri að jafnaði. Það er því augljóslega mun erfiðara fyrir félagsmenn Eflingar að ná endum saman á sínu vinnusvæði.

„Þess vegna þarf Efling meiri launahækkun en fékkst í SGS samningnum frá því fyrir jól,“ segir í tilkynningu Eflingar. „Í ljósi ofangreinds munar og mikils munar á húsnæðiskostnaði er krafa Eflingar um nýja launatöflu og sérstaka framfærsluuppbót upp á 15.000 krónur mjög hófleg – ef ekki beinlínis of lítil. Þetta hljóta allir að sjá.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí