Milljónir mótmæltu hækkun lífeyrisaldurs í Frakklandi

Tvær milljónir mótmæltu í Frakklandi í gær gegn áætlunum Emmanuel Macrons foresta um að hækka eftirlaunaaldurinn upp í 64 ár. Mótmælin voru skipulögð af verkalýðshreyfingunni í landinu og fóru fram á um 200 hundruð stöðum.  Um 400 þúsund komu saman í París og 140 þúsund í Marseille. Samkvæmt WSWS eru um 80% landsmanna mótfallnir breytingunum.

Átök brutust út á milli mótmælenda og lögreglunnar en þúsundir lögreglumann voru á vettvagni líkt og þegar mótmæli Gulu vestanna stóðu yfir á árunum 2018-2019.  Átökin eru merki um aukna óánægju í Evrópu sem kemur fram í aukinni tíðni mótmæla og verkfalla undanfarið vegna verðbólgu og niðurskurðarstefnu stjórnvalda víðsvegar í álfunni. Franskir embættismenn  sem komu fram í sjónvarpsfréttum gærdagsins lögðu áherslu á að breytingunum yrði þrýst í gegn þrátt fyrir mikla andstöðu almennings.

Ráðherra almannaþjónustu, Stanislas Guérini, sagði sjónvarpsstöðinni TF1 að Macron myndi ekki bakka með breytingarnar þrátt fyrir mótmælin. „Það voru margir hérna í dag, við skulum ekki draga úr þeirri staðreynd“, sagði Guérini, en bætti við að breytingarnar væru niðurstaða samtals á milli ríkisins og verkalýðsfélaganna. Alls mun niðurskurðurinn spara Franska ríkinu 13 milljón evrur á ári á sama tíma og Evrópusambandið er að færa milljarða til bana og fyrirtækja auk hárra upphæða vegna vopnakaupa handa Úkraínu.

Mótmælendur sem ræddu við WSWS bentu á nýleg gögn frá Oxfam sem sýna hvernig ójöfnuður heldur áfram að aukast innan kapítalismans. Skýrsla Oxfam sýnir að 2/3 af öllum nýjum auð síðan 2020 hafa farið til ríkasta prósentsins. 

Priscillia sem starfar í umönnun , hafði þetta að segja um niðurskurð Macrons:  „Miðað við hversu erfitt þetta starf er, þá gengur þetta ekki upp. Við erum ekki skrifstofufólk, við erum ekki embættismenn, við erum heilbrigðisstarfsfólk. Við endumst ekki til 64 ára aldurs, það er ekki líkamlega eða andlega mögulegt. I nota líkma minn mikið og lyfti sjúklingum, jafnvel þó það sé vélræn aðstoð. Við erum þegar að sjá margar í stéttinni á örorkulífeyri vegna þess“.

Frönsk verkalýðssamtök hittust í gær til að skipuleggja nýtt verkfall sem mun hefjast 23 janúar og  önnur mótmæli 31 janúar. Verandi meðvitaðir um þá miklureiði sem kraumar meðal verkafólks í Frakklandi vilja verkalýðsleiðtogarnir taka sér stöðu sem andstæðingar Macrons, jafnvel þó þeir hafi sumir sjálfir tekið þátt í að semja um niðurskurðinn á sínum tíma. Á þessari stundu virðist verkalýðshreyfingin þó standa sameinuð gegn breytingunum.

Upphaflega stóð til að sambærilegar breytingar kæmu til framkvæmda árið 2019 en því var frestað vegna mikilla mótmæla almennings. Macron, sem er á sínu öðru kjörtímabili, lofaði í kosningabaráttunni á síðasta ári að hann myndi sigla málinu í höfn og koma breytingunum í gegn.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí