Starfsgreinasambandið á að veita Eflingu stuðning

Verkalýðsmál 11. jan 2023

„Við ættum að styðja hvert það verka­lýðs­fé­lag lág­launa­fólks sem fer fram með launa­kröfur – jafn­vel þó við höfum sjálf samið um annað og lægra. Þannig náði verka­lýðs­hreyf­ingin árangri á fyrstu ára­tugum bar­átt­unnar – sigrar unn­ust í mörgum smá­or­ustum og launa­hækkun sem samið er um á einum stað – smit­ast fljótt út til ann­arra,“ skrifar Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri Afls stéttarfélags á Austurlandi og fyrrum frambjóðandi til forseta Alþýðusambandsins, í Kjarnann.

Tilefni eru viðbrögð þeirra Aðalsteins Árna Baldurssonar formanns Framsýnar á Húsavík og Vilhjálms Birgissonar formanns Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akranes við kröfum Eflingar í viðræðum við Samtök atvinnulífsins, en þær byggja meðal annars á að framfærslukostnaður er hærri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðunum.

Sverrir segir að launa­greið­endur hafi lært að skipu­leggja sig gegn ólíkum kröfum ólíkra félaga og hafi unnið hörðum höndum að því að smala öllu launa­fólki í eina rétt.

„Því miður með aðstoð frá verka­lýðs­hreyf­ing­unni,“ segir Sverrir. „Marg­um­rætt Salek sam­komu­lag sner­ist einmitt um að smala öllum í eina rétt og það sem samið væri fyrir einn – myndi svo gilda um alla. Salek þýðir því og hefur alltaf þýtt að sjálf­stæði hvers verka­lýðs­fé­lags er skert og samn­ings­rétt­ur­inn færður í ein­hverja „sátt“ sem snýst um nið­ur­stöðu úr excel skjali sem sýnir hvað er eftir til ráð­stöf­unar eftir m.a. arð­greiðslur og ofur­laun stjórn­enda.“

„Verka­lýðs­bar­átta á ekki að snú­ast um per­sónur og leik­endur heldur félags­menn­ina sem fá laun skv. gerðum kjara­samn­ing­um,“ skrifar Sverrir. „Hvort fólki líkar við for­mann Efl­ingar eða ekki, eða er sam­mála mál­flutn­ingi hennar eða ekki – skiptir bara engu máli. Það eru kom­andi kjara­samn­ingar Efl­ingar sem skipta máli og ekki bara fyrir félags­menn Efl­ingar heldur alla félags­menn í aðild­ar­fé­lögum Starfs­greina­sam­bands­ins. Því nái Efl­ing betri samn­ingi en aðrir hafa gert er næsta víst að eitt­hvað af þeim hækk­unum munu ganga út til ann­arra félaga í formi launa­skriðs og annað mun nást í samn­ingum eftir 12 mán­uði.

Nú þegar ljóst er að það stefnir í verk­fallsá­tök í Reykja­vík er fullt til­efni til að blása til sam­stöðu innan Starfs­greina­sam­bands­ins og að aðild­ar­fé­lög þess veiti Efl­ingu þann stuðn­ing sem þarf.“

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí