Starfsgreinasambandið á að veita Eflingu stuðning

Verkalýðsmál 11. jan 2023

„Við ættum að styðja hvert það verka­lýðs­fé­lag lág­launa­fólks sem fer fram með launa­kröfur – jafn­vel þó við höfum sjálf samið um annað og lægra. Þannig náði verka­lýðs­hreyf­ingin árangri á fyrstu ára­tugum bar­átt­unnar – sigrar unn­ust í mörgum smá­or­ustum og launa­hækkun sem samið er um á einum stað – smit­ast fljótt út til ann­arra,“ skrifar Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri Afls stéttarfélags á Austurlandi og fyrrum frambjóðandi til forseta Alþýðusambandsins, í Kjarnann.

Tilefni eru viðbrögð þeirra Aðalsteins Árna Baldurssonar formanns Framsýnar á Húsavík og Vilhjálms Birgissonar formanns Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akranes við kröfum Eflingar í viðræðum við Samtök atvinnulífsins, en þær byggja meðal annars á að framfærslukostnaður er hærri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðunum.

Sverrir segir að launa­greið­endur hafi lært að skipu­leggja sig gegn ólíkum kröfum ólíkra félaga og hafi unnið hörðum höndum að því að smala öllu launa­fólki í eina rétt.

„Því miður með aðstoð frá verka­lýðs­hreyf­ing­unni,“ segir Sverrir. „Marg­um­rætt Salek sam­komu­lag sner­ist einmitt um að smala öllum í eina rétt og það sem samið væri fyrir einn – myndi svo gilda um alla. Salek þýðir því og hefur alltaf þýtt að sjálf­stæði hvers verka­lýðs­fé­lags er skert og samn­ings­rétt­ur­inn færður í ein­hverja „sátt“ sem snýst um nið­ur­stöðu úr excel skjali sem sýnir hvað er eftir til ráð­stöf­unar eftir m.a. arð­greiðslur og ofur­laun stjórn­enda.“

„Verka­lýðs­bar­átta á ekki að snú­ast um per­sónur og leik­endur heldur félags­menn­ina sem fá laun skv. gerðum kjara­samn­ing­um,“ skrifar Sverrir. „Hvort fólki líkar við for­mann Efl­ingar eða ekki, eða er sam­mála mál­flutn­ingi hennar eða ekki – skiptir bara engu máli. Það eru kom­andi kjara­samn­ingar Efl­ingar sem skipta máli og ekki bara fyrir félags­menn Efl­ingar heldur alla félags­menn í aðild­ar­fé­lögum Starfs­greina­sam­bands­ins. Því nái Efl­ing betri samn­ingi en aðrir hafa gert er næsta víst að eitt­hvað af þeim hækk­unum munu ganga út til ann­arra félaga í formi launa­skriðs og annað mun nást í samn­ingum eftir 12 mán­uði.

Nú þegar ljóst er að það stefnir í verk­fallsá­tök í Reykja­vík er fullt til­efni til að blása til sam­stöðu innan Starfs­greina­sam­bands­ins og að aðild­ar­fé­lög þess veiti Efl­ingu þann stuðn­ing sem þarf.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí