Verkföll komin á skrið í Bretlandi

Verfallsbylgjan er komin á fullan skrið í Bretlandi á nýju ári. Fyrstu verkföllin hefjast á Norður Írlandi í þessum mánuði og munu þá 4000 heilbrigðisstarfsmenn bætast við hóp verkfallsmanna á Englandi. Ríkisstjórnin stendur föst fyrir og krefst þess að launahækkanir verði töluvert undir verðbógunni sem eðlilega leggst illa í verkafólk. Á sama tíma er ágóði fyrirtækja í hæstu hæðum.

Heilbrigðisstarfsmenn, lestarstarfsmenn, póstberar og háskólastarfsmenn hafa verið áberandi í baráttunni með verkföllum í tæpa tvo mánuði. Í Bretlandi er algengast að verkalýðsfélög fari í verkfall í 24-48 stundir í senn og endurtaki leikinn þar til skriður kemst á viðræður. Harkan er að aukast. Ríkisstjórnin boðar löggjöf sem myndi þvinga starfsfólk til að hunsa verkfallsvörslu og ganga í störf verkfallsmanna eða vera rekið úr starfi. Verkalýðsforystan er æf yfir þessu. Paul Nowak, nýr leiðtogi TUC (ASÍ Bretland), fordæmdi „ólýðræðislegar, óframkvæmanlegar og ólöglegar“ fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar og sagði hana „staðráðna í að ráðast á grundvallarréttindi Breta, réttinn til að fara í verkfall“. Hann bætti við að „ráðherrar Íhaldsflokksins hafa farið frá því að klappa fyrir lykilstarfsfólki yfir í að reka það“. 

Ríkisstjórnin heldur því fram að ekki sé til fjármagn til að hækka laun starfsfólks. Á móti hefur verið bent á bruðl ráðherra með almannafé í milljarðasamningum við vini og vandamenn stjórnarinnar þar sem tugum milljarða var hent í ónýta samninga og ónothæf kerfi, sérstaklega í Kóvidfaraldrinum. Ofsagróði fyrirtækja, sérstaklega í orkugeiranum er ekki skattlagður meðan að heilbrigðiskerfið er í rúst. Sharon Graham, leiðtogi stærsta verkalýðsfélags Bretlands, bendir á að ríkisstjórnin sé viljandi að láta almenning borga meðan þeir ríkari verði sífellt ríkari. Það sé vel hægt að bjarga NHS, til þess þarf einungis pólitískan vilja. Yfirlýsingu Graham má horfa á hér:

Unite Investigates Budget context and why different choices can be made.

Í dag hófu sjúkrabílaökumenn verkfall en það er mjög sjaldgæft að þeir neyðist til þess. Jeremy Corbyn, fv. leiðtogi Verkamannaflokksins vær mættur í verkfallsvörslu í kjördæmi sínu í Islington eins og hann gerir nær undantekningalaust. Hann benti á að það eru ekki verkafólk í verkfalli sem skapa hættu heldur eru það meðvitaðar stjórnvaldsaðgerðir sem svelt hafa almannaþjónustuna í árafjölda.

Það er ljóst að verkafólk er alls ekki að gefast upp í Bretlandi, þrátt fyrir stanslausar árásir stjórnvalda og hægripressunar á verkföllin. Stanslaust er ráðist að róttækum verkalýðsleiðtogum eins og Sharon Graham og Mark Lynch, en þrátt fyrir það njóta verkföllin mikils stuðnings og skilnings almennings og hefur ríkisstjórnin aldrei verið óvinsælli.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí