58 flóttamenn drukknuðu í morgun við austurströnd Ítalíu

Að minnsta kosti 58 manns drukknuðu, þar á meðal kornabarn og fleiri börn þegar yfirfullur bátur flóttafólks sökk við strendur Calabriu héraðs á Ítalíu í morgun.

Slökkvilið á Ítalíu skrifaði á Twitter síðu sína í morgun að 28 lík hefðu náðst úr sjónum á ferðamannströnd nálægt Steccato di Cutro og enn væru látnir að reka á land ásamt braki úr bátnum.

Áætlað er að 120 manns hafi verið um borð þegar báturinn stímdi á sker með þeim afleiðingum að hann klofnaði í tvennt. Atburðurinn er talinn hafa gerst svo hratt að enginn farþeganna hafi náð að hringja eftir hjálp. Áttatíu manns björguðust og hafa 22 þeirra verið færðir á spítala samkvæmt Reuters fréttastofunni.

Sjómenn sáu fyrst brak úr skipinu snemma í morgun en leyfar af bátnum sáust einnig í um 2-300 metra fjarlægð frá ströndinni. Báturinn er talinn hafa komið frá Tyrklandi með fólk um borð frá Íran, Pakistan og Afganistan.

Ítalska strandgæslan, slökkviliðið, lögreglan og Rauði krossinn hafa staðið björgunarvaktina í dag.

Ítalía er einn helsti áfangastaður flóttafólks sem reynir að komast til Evrópu en hinn svokallaða miðlæga Miðjarðarhafs leið að Evrópu er einnig ein sú hættulegasta.

Á síðasta ári komu meira en 100,000 flóttamenn bátaleiðina til Ítalíu. Giorgia Meloni sem tók við forsætisráðherraembætti hægri stjórnarinnar á Ítalíu í október 2022 setti á harða löggjöf þegar kom að bátafólki en sektir eru lagðar á hjálparsamtök sem reyna að koma þeim til aðstoðar og nema þær allt að 50,000 evrum.

Þá hefur það á undanförnum mánuðum verið þannig að björgunarskip fá frekar leyfi til að leggja að höfn á norður ítalíu sem neyðir fólk til að leggja í lengri og hættulegri siglingar auk þess sem það hindrar oft björgunarstörf. Þessar reglur hafa klárlega leitt til þúsunda dauðsfalla sem koma hefði mátt í veg fyrir.

Meloni hefur sagst harma dauðsföll af þeim völdum en en eftir sem áður vill stjórn hennar frekar reyna að koma í veg fyrir að lagt sé af stað í slíka leiðangra með samvinnu við þau lönd sem bátarnir sigla frá. Hún segir það vera glæpsamlegt að fylla 20m langa báta með allt upp í 200 manns um borð og leggja af stað til hafs jafnvel með ótrygga veðurspá. Það væri ómannúðlegt að leggja líf manna, kvenna og barna í hættu á þann hátt fyrir verði á miða í bátsferð aðra leið sem farin er á fölskum forsendum..

Matteo Piantedosi, innanríkisráðherra Ítalíu sagði skipsskaðann í morgun við Calabriuströnd vera gríðarlegan harmleik sem snerti hann djúpt en bætti því við að það væri mikilvægt að halda áfram að vinna að því að koma í veg fyrir að bátar héldi úr höfn í svona leiðangra.

Piantedosi sagði í viðtali við Il Giornale á fimmtudaginn að ríkisstjórnin hefði átt í samkomulagi við Libíu og Túnis um að snúa við bátum með allt upp í 21,000 manns um borð.

Filippo Grandi, formaður sameinuðu þjóððanna um málefni flóttafólks kallaði eftir því að ríkisstjórnir í Evrópu hættu að rífast og tækju sig saman í eitt skipti fyrir öll um að grýpa til aðgerða til að koma í veg fyrir fleiri harmleiki í þessum dúr.

Forseti Ítalíu, Sergio Mattarella, sagði að atburðirnir ættu ekki að láta neinn ósnortinn og hvatti hann Evrópusambandið til að gangast við ábyrgð á flóttamannavandanum svo bjarga mætti fólki undan skipulögðum fólksflutningum.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tjáði sig einnig í dag í kjölfar atburðanna við Callabri en hún kallaði eftir því að umbætur á reglugerð sambandsins um hælisleitendur yrðu kláraðar og nýtt samkomulag verði gert milli aðildarríkjanna til að bæta málaflokkinn. Hún segir atburði morgunsins staðfesta þörfina á slíkum breytingum og að aðildarríki Evrópusambandsins verði að taka höndum saman til að bæta stöðuna.

Samkvæmt alþjóðlegum samtökum um horfna flóttamenn eða Missing Migrants project, hafa, 20,333 manneskjur horfið á miðju Miðjarðarhafinu frá árinu 2014.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí