BSRB, BHM og KÍ ganga saman til kjaraviðræðna

Verkalýðsmál 7. feb 2023

Formenn heildarsamtakanna þriggja, BSRB, BHM og KÍ, hafa undanfarnar vikur fundað óformlega með fulltrúum vinnuveitenda. Nú eru formlegar viðræður hafnar um samningagerðina milli heildarsamtakanna þriggja eftir að þau ákváðu að ganga saman til kjaraviðræðna við launagreiðendur um ákveðna meginþætti kjarasamninga.

Þéttir fundir eru framundan og þung áhersla verður lögð á að skila kjarabótum til alls félagsfólks í stéttarfélögunum innan bandalaganna. Sérstök áhersla verður lögð á að leysa úr samkomulagi sem gert var 2016 þegar BSRB, BHM og KÍ gerðu samkomulag við ríkið, Reykjavíkurborg og sveitarfélögin um jöfnun launa milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. Opinberir starfsmenn hafa efnt samkomulagið sem fólst í breytingum á skipan lífeyrismála þeirra. Ákvæði um jöfnun launa voru algert skilyrði fyrir því heildarsamtökin samþykktu breytingar á lífeyriskerfinu. Á móti skuldbundu launagreiðendur sig til að leggja fram fjármuni svo markmiðið myndi nást. 

Í morgun héldu fulltrúar heildarsamtakanna sameiginlegan fund til að stilla saman strengi sína og veita formönnum þeirra gott veganesti í þær viðræður sem þau munu leiða fyrir hönd heildarsamtakanna.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí