Elva Hrönn úr Vg bíður sig fram gegn Ragnari Þór í VR

Verkalýðsmál 3. feb 2023

Elva Hrönn Hjart­ar­dótt­ir, sérfræðingur á skrifstofu VR, bíður sig fram til formanns VR, en Ragnar Þór Ingólfsson núverandi formaður hefur þegar tilkynnt um framboð. Elva Hrönn er í flokksstjórn Vg, sóttist eftir öðru sæti á öðrum Reykjavíkurlistanum fyrir kosningarnar 2021 en endaði í 5. sæti í Reykjavík suður.

„Verkalýðsmál hafa alltaf verið mér hugleikin en ég hóf vegferð mína í VR sem trúnaðarmaður árið 2013 og sat jafnframt í trúnaðarráði 2014-2015, auk þess var ég varamaður í stjórn Landssambands íslenzkra verzlunarmanna árið 2015. Ég hef verið formaður alþjóðanefndar ASÍ síðastliðin tvö ár,“ skrifar Elva Hrönn í framboðsyfirlýsingu.

„Ég legg áherslu á að þau mikilvægu mál sem núverandi formaður VR hefur haldið uppi, líkt og húsnæðis-og lífeyrismál og kjör hinna lægst launuðu, fái áfram brautargengi,“ skrifar Elva Hrönn. En segir síðan: „Ég vil þó beita mér fyrir hagsmunum félagsfólks á breiðari grundvelli þar sem fjölbreytileikinn í félaginu og tekjudreifing er mikil og það má ekki gleyma því í hagsmunabaráttunni. Ég legg áherslu á jafnréttis- og mannréttindamál, umhverfismál, starfsmenntamál, atvinnulýðræði, málefni ungs fólks og önnur málefni sem varða félagsfólk VR og samfélagið allt, enda á stærsta stéttarfélag á Íslandi ekki að láta sitt eftir liggja þegar kemur að hvers kyns málefnum sem hafa áhrif á félagsfólk þess.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí