Elva Hrönn úr Vg bíður sig fram gegn Ragnari Þór í VR

Verkalýðsmál 3. feb 2023

Elva Hrönn Hjart­ar­dótt­ir, sérfræðingur á skrifstofu VR, bíður sig fram til formanns VR, en Ragnar Þór Ingólfsson núverandi formaður hefur þegar tilkynnt um framboð. Elva Hrönn er í flokksstjórn Vg, sóttist eftir öðru sæti á öðrum Reykjavíkurlistanum fyrir kosningarnar 2021 en endaði í 5. sæti í Reykjavík suður.

„Verkalýðsmál hafa alltaf verið mér hugleikin en ég hóf vegferð mína í VR sem trúnaðarmaður árið 2013 og sat jafnframt í trúnaðarráði 2014-2015, auk þess var ég varamaður í stjórn Landssambands íslenzkra verzlunarmanna árið 2015. Ég hef verið formaður alþjóðanefndar ASÍ síðastliðin tvö ár,“ skrifar Elva Hrönn í framboðsyfirlýsingu.

„Ég legg áherslu á að þau mikilvægu mál sem núverandi formaður VR hefur haldið uppi, líkt og húsnæðis-og lífeyrismál og kjör hinna lægst launuðu, fái áfram brautargengi,“ skrifar Elva Hrönn. En segir síðan: „Ég vil þó beita mér fyrir hagsmunum félagsfólks á breiðari grundvelli þar sem fjölbreytileikinn í félaginu og tekjudreifing er mikil og það má ekki gleyma því í hagsmunabaráttunni. Ég legg áherslu á jafnréttis- og mannréttindamál, umhverfismál, starfsmenntamál, atvinnulýðræði, málefni ungs fólks og önnur málefni sem varða félagsfólk VR og samfélagið allt, enda á stærsta stéttarfélag á Íslandi ekki að láta sitt eftir liggja þegar kemur að hvers kyns málefnum sem hafa áhrif á félagsfólk þess.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí