Gat á netapoka sjókvíar Háafells

Enn á ný er hætt við að laxar hafi sloppið úr sjókvíum. Gat kom á netapoka einnar sjókvíar Háafells við Skarðshlíð í Ísafjarðardjúpi.

Matvælastofnun barst tilkynning frá Háfelli í dag um 10-20 cm langa rifu í netapoka í einni sjókvínni á um 10m dýpi.

Samkvæmt upplýsingum á vef Matvælastofnunar uppgötvaðist gatið við reglubundið eftirlit á kví C5 og er bráðabirgðaviðgerð á netinu lokið. Í þessari tilteknu kví höfðu verið sett 115.255 laxaseiði þann 5. október 2022. Laxaseiðin eru að meðaltali um 500g að þyngd.

Við síðasta neðansjávareftirlit sem framkvæmt var um miðjan janúar sl. Var netapokinn heill svo rifan hefur orðið til einhverntíman á þessum rúma mánuði.

Til að tryggja að ekki séu fleiri göt á öðrum kvíum Háafells hefur Matvælastofnun fyrirskipað köfun í allar kvíar á eldissvæði fyrirtækisins. Þá er tekið fram á vefsíðu eftirlitsins að Háafell leggi út net í fullu samráði við Fiskistofu.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí