Barnalegir íslenskir stjórnmálamenn hafa gefið auðlindir almennings til útlendinga – sem borga ekki skatt

„Hverjir eru eigendur HS Orku? Það eru erlendir aðilar, erlendur sjóður sem á þetta. Það er bannað í sjávarútvegi, þó að það sé spurning hvort menn geti framfylgt því til lengdar. Í fiskeldinu sjáum við þetta nákvæmlega sama. Þar er eignarhaldið að stórum hluta erlent. Ásóknin í vindmyllugarða, það eru hér starfandi agentar fyrir erlenda aðila, sem vinna að þessu. Þannig að bak við þetta liggur ákveðin staða hér á landi varðandi hvernig menn halda á auðlindunum gagnvart útlendingum og hvernig menn halda á arðinum gagnvart erlendum aðilum.“

Þetta sagði Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, í viðtali við Rauða borðið í kvöld. Í viðtalinu, sem sjá má í heild sinni hér neðst, fór Indriði yfir stefnu stjórnvalda í auðlindamálum, eða raunar stefnuleysi. Indriði bendir á að fyrir utan sjávarútveginn þá sé það nánast regla að allur gróði af auðlindum Íslands renni til útlendinga, sem komast upp með að borga nánast engan skatt með augljósum brellum.

„Við sjáum það í orkuframleiðslunni, fyrst og fremst álverin og aðrir aðilar sem kaupa orkuna lágu verði, sem fá svo arðinn. Þetta er eins í fiskeldinu, þá renna allar tekjur til erlendra eigenda. Svo höfum við HS Orku, það sama á ferðinni, að tekjurnar af eðlilegri starfsemi rennur til útlendinga,“ sagði Indriði.

„Ekki nóg með það heldur að allir þessir aðilar sem hafa verið að ásælast eða komið höndum yfir auðlindanýtingu, þeir nota tækifærið til að koma öllum tekjunum undan skattlagningu hér. Svo þeir taka allt. Í ársreikningum HS Orku kemur fram að þeir eru nýbúnir að taka svokallað „hluthafalán“ upp á fimm milljarða. Sem eigendurnir í útlöndum, hvar sem þeir eru, taka níu prósent í vexti. Þannig lækka þeir tekjuskattinn og eru búnir að tryggja sig gagnvart því að þurfa að borga tekjuskatt hér á landi.“

Ættu stjórnvöld ekki að stöðva svo augljós skattasvik?

„Það ætti að vera þannig. En það er ekki. Þetta er nákvæmlega sama módel og álfyrirtækin hafa notað. Ástæðan er að stjórnvöld „sofa á verðinum“. Þetta er þróun sem hefur verið að gerast síðustu tuttugu ár. En ekkert er gert við þessu af alvöru, til að stöðva þetta.“

Hvers vegna er stjórnmálafólkinu okkar sama um að allur gróði renni úr landi?

„Mig grunar að það sé einhvers konar blind trú á að markaðurinn skili einhverri réttlátri niðurstöðu,“ svaraði Indriði.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí