Íhaldsflokkurinn skerðir verkfallsrétt opinberra starfsmanna

Samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnar Rishi Sunak í Bretlandi fengi innanríkisráðherra vald til að setja lágmarksþjónustustig í reglugerð.  Þjónustustigið skilgreinir þann fjölda starfsmanna sem yrðu að vera við störf hverju sinni að lágmarki. Þar með gæti ráðherrann takmarkað verkfallsrétt stórs hóps opinberra starfsmanna, en það eru ekki síst opinberir starfsmenn sem eru í verkföllum í Bretlandi þessa daga, vikur og mánuði.

Frumvarpið var samþykkt í neðri deild þingsins í lok janúar 315 atkvæðum gegn 246.  Nú bíður það afgreiðslu Lágvarðardeildar 21. febrúar. Ólíklegt er annað að það verði samþykkt þar.

Verði frumvarpið að lögum mun það ná til allra stétta innan heilbrigðisþjónustunnar, til slökkviliðs- og björgunarsveita, menntakerfisins, flutningaþjónustu og járnbrauta, landamæra, niðurlagningu kjarnorkumannvirkja, stjórnun geislavirks úrgangs o.fl.

Ef einhver af þessum stéttum boðar til verkfalls fær innanríkisráðherra heimild til að setja reglugerð um lágmarksþjónustustig og neiða tiltekinn hóp til að mæta til vinnu. Við það myndi slagkraftur verkfalla minnka hjá þessum stéttum, enda er það tilgangur frumvarpsins.

Stjórnvöld segjast ætla að reyna að ráðfæra sig um viðmiðunarmörk lágmarksþjónustu við verkalýðshreyfinguna. Það samráð er ekki skilyrði. Samkvæmt frumvarpinu dugar ráðherra að tilkynna verkalýðsfélögunum ákvörðun sína á fundi stuttu áður en hún er gerð opinber.

Þegar frumvarpið verður að lögum munu stjórnendur stofnana senda ráðherra tilkynningu um lágmarks mannafla til að halda nauðsynlegri starfsemi gangandi. Ráðherra mun síðan samþykkja þessar áætlanir og setja í reglugerð.

Ef verkalýðsfélag veitir ekki undanþágur fyrir skilgreindri þörf samkvæmt reglugerð geta viðkomandi stofnanir stefnt verkalýðsfélögum fyrir dóm og krafist skaðabóta. Auk þess fá stjórnendur vald til að reka þá starfsmenn sem neita að að sinna lágmarkþjónustusigi meðan á verkfalli stendur.

Angela Rayner, varaformaður Verkamannaflokksins, segir frumvarpið fullt af glufum sem gefi innanríkisráðherra of víðtæk völd. Hún segir ríkisstjórnina hafa flýtt sér um of við lagasmíðina. Verkföll eru grundvallarfrelsi og lýðræðislegur réttur launafólks. Hin almenni íhaldsmaður ættu að hafa miklar áhyggjur af því sem ríkisstjórnin er að reyna að gera. Jafnvel Hinrik áttundi myndi snúa sér við gröfinni undrandi. Og var hann þó þekktur fyrir stjórnlyndi. 

Alan Brown, þingmaður Skoska þjóðarflokksins gagnrýndi frumvarpið og sagði að það vera hluti af menningarstríði hægrimanna. Hann grunar að láta eigi venjulegt fólk borga fyrir hagstjórnar mistök ríkisstjórnarinnar. Brown sagði efnahagsástandið ekki vera auðvelt í Skotlandi. Munurinn er að stjórnvöld þar hafa skuldbundið sig til sanngjarnra samningaviðræðna við verkfallsfólk.

Ellie Reeves, þingmaður verkamannaflokksins, hélt því fram að samkvæmt þessari löggjöf væri hægt að reka starfsmenn fyrir að grípa til verkfallsaðgerða sem samþykktar hafa verið í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu. Það væri gróft brot á vinnuréttindum og stríðir gegn viðurkenndum meginreglum í sáttmála um reglur vinnumarkaðarins frá árinu 1992.

Paul Nowak, talsmaður verkalýðssambandsins TUC , sagði þessa löggjöf þýða að þegar starfsmenn kjósa lýðræðislega um verkfall, þá væri hægt að neyða þá til að vinna. Og reka ef þeir fara ekki eftir því. Og þetta mun líklega eitra samskipti á vinnumarkaði og auka á deilur frekar en að hjálpa til við að leysa þær.

Ráðherrar vita að þetta frumvarp er ólýðræðislegt, óframkvæmanlegt og næstum örugglega ólöglegt, segir Nowak. Þess vegna koma þeir sér undan almennilegri athugun og samráði. Það er ástæða þess að frumvarpið er keyrt svo hratt í gegnum neðri deild þingsins.

Kevin Hollinrake viðskiptaráðherra sagði í umræðu í neðri deild breska þingsins að þetta væri ekki róttækt frumvarp. Við erum ekki að gera nýja hluti, sagði Hollinrake. Við erum að samræma okkar löggjöf við aðrar þjóðir í Evrópu eins og Frakkland og Spán. Þessi skref eru skynsamleg og yfirveguð.

Jan Willem Goudriaan, talsmaður Evrópu stéttarfélaga í almannaþjónustu, hefur mótmælt þeirri fullyrðingu Rishi Sunak forsætisráðherra að önnur lönd í Evrópu væru með svipuð lög.

Breska ríkisstjórnin heldur því fram að hún sé að samræma verkfallslög að öðrum löndum, segir Goudriaan. Þetta er algjört bull.  Horft er fram hjá þeirri staðreynd að Bretland er með óhóflegar reglur um atkvæðagreiðslur og atkvæðagreiðslu mörk sem það hefur sett á starfsmenn í almannaþjónustu. Það er líka litið fram hjá því að í löndum eins og Ítalíu eða Spáni, sem ríkisstjórnij vísar til, er verkfallsréttur tryggður í stjórnarskrá. Þar er kveðið á um rétt til að semja um lágmarksþjónustustig frekar en að láta setja reglurnar á sig.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí