Könnun Maskínu: Þrettán stjórnarþingmenn fallnir

Allir ríkisstjórnarflokkarnir hafa tapað miklu fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu. Samanlagt myndu flokkarnir tapa þrettán þingmönnum í kosningum ef niðurstaðan yrði eins og könnunin sýnir. Framsókn myndi missa fimm menn en Sjálfstæðisflokkurinn og Vg sitthvora fjóra.

Ef við stillum niðurstöðunum upp í þingmannafjölda þá er niðurstaðan þessi (innan sviga breyting frá núverandi þingheimi, eftir flokkaflakk):

Ríkisstjórn:
Sjálfstæðisflokkur: 13 þingmenn (-4)
Framsóknarflokkur: 8 þingmenn (-5)
Vg: 4 þingmenn (-4)
Ríkisstjórn alls: 25 þingmaður (-13)

Hin svokallaða frjálslynda miðja:
Samfylkingin: 15 þingmenn (+9)
Píratar: 8 þingmenn (+2)
Viðreisn: 5 þingmenn (óbreytt)
Hin svokallaða frjálslynda miðja: 28 þingmenn (+11)

Ný-hægri andstaðan:
Flokkur fólksins: 4 þingmenn (-2)
Miðflokkurinn: 3 þingmenn (+1)
Ný-hægri andstaðan: 7 þingmenn (-1)

Stjórnarandstaða utan þings:
Sósíalistaflokkurinn: 3 þingmenn (+3)

Ríkisstjórnin er kolfallin samkvæmt þessu. Innan við 40% þeirra sem tóku afstöðu segjast vilja kjósa einhvern af ríkistjórnarflokkunum. Samfylkingin er orðin stærsti flokkurinn. Hin svokallaða frjálslynda miðja, Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með 5 prósentustiga meira fylgi en ríkisstjórnin.

Cóvid er sem sé búið, tíminn þegar landsmenn fylktu sér að baki stjórnvöldum. Þegar það óeðlilega ástand er liðið hjá fara hin venjulegu stjórnmál að tikka inn, átökin í samfélaginu að verða sýnileg og hinn óunni verk. Verðbólgan grefur undan kaupmætti, heilbrigðiskerfið, húsnæðiskerfið og önnur grunnkerfi virka illa. Og erindi stjórnvalda til þjóðarinnar er æði óljóst.

En hvaða stjórn gæti tekið við. Ef fólk vill vinstri stjórn þarf það að teygja sig frá Sósíalistaflokknum til Framsóknar (Sósíalistar, Vg, Samfylkingin, Píratar, Framsókn). Slík stjórn er með 38 þingmenn og gæti sleppt annað hvort Vg eða Sósíalistum og samt haldið meirihluta.

Ef fólk vill miðjustjórn og sleppa ysta hægrinu (Miðflokki, Sjálfstæðisflokki og Flokki fólksins) og vinstrinu (Sósíalistum og Vg) er hægt að mynda 36 manna meirihluta úr sömu flokkum og eru í meirihluta í Reykjavík: Samfylkingu, Framsókn, Pírötum og Viðreisn.

Ef fólk vill hægri stjórn þarf hún að innihalda Sjálfstæðisflokk, Miðflokk, Flokk fólksins, Viðreisn og Framsókn. Þá næst 33 manna meirihluti.

Ein tveggja flokka stjórn er í augsýn. Samanlagt fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar dugar fyrir 33 mönnum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí