Opinberir starfsmenn á Bretlandi hefja verkföll

Verkalýðsmál 2. feb 2023

Meira en hálf milljón launafólks hófu verkföll í gær sem höfðu víðtæk áhrif á allt samfélagið víðs vegar um Bretland. Þetta eru ein viðamestu verkföll sem verið hafa á Bretlandi í áratug og eru tímabundin. Skólar eru lokaðir fram á mánudag, járnbrautir voru stöðvaðar í gær en opnuðu aftur í dag, og halda svo áfram á morgun. Opinberar stofnanir eru tómar. Verkalýðsfélögin sækjast eftir hærri launum fyrir sitt félagsfólk þar sem almenningur nær ekki endum saman milli mánaða af launum sínum vegna ört hækkandi framfærslukostnaðar.

Verkföllin hófust hjá kennurum í síðasta mánuði, en í gær hófust verkföll opinberra starfsmanna sem starfa hjá stofnunum ríkisins og í háskólum landsins, sem stóðu í einn dag og halda áfram í næstu viku í þrjá daga. Kennarar halda svo áfram verkfalli 14. febrúar n.k. sem stendur yfir í einn dag.

Verkföll starfsmanna járnbrautanna og starfsmanna hjá strætó- og rútubílstjórum lýkur á morgun en stéttarfélögin eiga í deilum við stjórnvöld og járnbrautarfyrirtæki um aðbúnað, fækkun starfa og breytinga á launakjörum.

Þann 6. febrúar hefjast svo verkföll innan breska heilbrigðiskerfisins NHS þegar hjúkrunarfólk, sjúkraþjálfarar, sjúkraflutningarfólk og ljósmæður fara í verkfall. Talið er að allt að 100.000 félagsmenn í Stéttarfélagi opinberrra starfsmanna í almannaþjónustu (PCS) fara í verkfall sem hefur áhrif á fjölda ríkisstofnana.

Frétt af vef Sameykis.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí