Seðlabankastjóri kallar eftir nýrri þjóðarsátt

Haldinn var opinn fundur í efnahags og viðskiptanefnd Alþingis í morgun um áhrif verðbólgu á hagkerfið og heimili landsins. Fundurinn var haldinn að beiðni Ásthildar Lóu Þórsdóttur þingmanns Flokks fólksins en seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson og Rannveig Sigurðardóttur aðstoðarseðlabankastjóri sátu fyrir svörum. Þingmenn spurðu þau um ábyrgð seðlabankastjóra á verðbólgubálinu, hvort vaxtahækkanir væru verðbólguhvetjandi og hvaða tæki bankinn hefði til að vinna að stöðugleika. Seðlabankastjóri sagði þau hafa 11 sinnum komið fram til að tilkynna um hækkanir á stýrivöxtum en það væri það verkfæri sem þeim þætti ákjósanlegast í stöðunni þrátt fyrir skammir. Þá varð honum tíðrætt um góðan hagvöxt og góða stöðu heimilanna en hann kallaði eftir þjóðarsátt um verðbólgu í gegnum kjarasamninga næsta haust.

Að bjarga einhverjum frá drukknun með meira vatni
Ásta Lóa sagði blinda trú seðlabankans á vaxtahækkanir stórhættulegar heimilunum í landinu. Þá sagði hún seðlabankann nota aðferðir eins og að bjarga einhverjum frá drukknun með því að hella yfir hann meira vatni. Einnig fyndist henni bankarnir aðeins vera að lengja í snörunni þegar kæmi að lánum til almennings.
Í ljósi þess að seðlabankastjóra væri tíðrætt um áhyggjur sínar af kjarasamningum spurði hún hver kostnaður þeirra mætti vera til þess að jafnvægi héldist. Þá velti hún upp þeirri spurningu hvort vaxtahækkanir seðlabankans væru í raun verðbólguhvetjandi.

Stýrivöxtum beitt í 300 ár
Ásgeir Jónsson sagði hagkerfið hér á landi hafa vaxið töluvert á síðasta árið sem sýndi sig í 7% hagvexti. Hann sagði þjóðina hafa komið vel út úr faraldrinum en þá hafi fólk sparað peningana sína en svo eytt þeim á síðasta ári með þeim afleiðingum að mikil þensla hafi orðið í hagkerfinu. Hann segir þó enga þjóð í Evrópu geta státað sig af um 7% hagvexti en þetta sé kannski dæmigerð íslensk uppsveifla. Hún sé þó ekki fjármögnuð með skuldum heimilanna. Skuldir heimila hér á landi séu lægri en t.d. á Norðurlöndum og skuldir fyrirtækja hafi einnig lækkað. Fólk með verðtryggð lán sé sá hópur sem tapi á verðbólgunni.

Ásgeir segir breytingu stýrivaxta vera helsta tæki allra seðlabanka sem búið sé að beita í 2-300 ár til að draga úr fjárfestingum og lántökum og kæla hagkerfið. Áhrifin af þeim hér á landi undanfarin misseri séu þegar sýnileg. Launahækkanir síðustu 2-3ja ára séu um 25% að nafnverði og ekkert sem bendi til að heimili séu í vanda því greiðslubyrði margra hafi lækkað og vanskil hafi aldrei verið lægri. Hann segist þó hafa áhyggjur af fólki á leigumarkaði.

Verðbólguvæntingar misstu kjölfestuna
Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata spurði hver ábyrgð seðlabankastjóra væri í því að hvetja til óverðtryggðra lána árið 2020 sem hafi valdið því að verðbólguvæntingar hafi misst kjölfestuna.

Ásgeir svaraði því til að verðbólguskellurinn hafi verið harðari en búist hafi verið við og tók undir áhyggjur Gísla af verðbólguvæntingum sem hann sagði einnig endurspeglast í kjarasamningum. Þá sagðist hann vera mótfallinn því að banna verðtryggð lán því fólk eigi að hafa val. „Við settum þó sérstök lánþegaskilyrði á töku verðtryggðra lána svo fólk væri ekki að taka lán á fölskum forsendum þar sem greiðslubyrði er mög lág í upphafi, svokölluð Íslandslán” sagði Ásgeir og bætti við að það hafi verði ákveðinn vandi. Bankar hafi farið að lækka verðtryggða raunvexti sem þau álitu vera einskonar „tíservexti” og þess vegna hafi þau sett á þessi lánþegaskilyrði fyrir ári síðan. Það sem liggi þó fyrir sé að þeir sem tóku nafnvaxtalán hafi komið mun betur úr verðbólgunni en þeir sem tóku verðtryggð lán. Það séu þeir síðarnefndu sem tapi í 9% verðbólgu.

Átti að stuða fólk með tásunum á Tene?
Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði út í upplýsingagjöf seðlabankans og hvort ekki væri betra að fara varlegar í yfirlýsingarnar og Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar spurði Ásgeir einnig hvort hann hafi hreinlega verið of yfirlýsingaglaður. „Eins öll þessi Tenerife ummæli, ertu að reyna að stuða fólk? Er það fólkið sem fer á Tenerife sem er að valda þessum hækkunum? Spurði hann.

Ásgeir sagði agstofuna hafa endurskoðað hagvaxtatölur með reglulegu millibili og hafi á þessum tíma verið að koma með mun hærri tölur um neyslu. Hann hafi einfaldlega verið að reyna að vekja fólk til umhugsunar enda skipti neyslan máli þegar kemur að hita hagkerfisins.

Hann sagði að gengi krónurnar hafi veikst og svo styrkst aftur en það er sé margt sem komi til svo sem utanlandsferðir. „Ég var bara að reyna að útskýra fyrir fólki hvernig þetta virkar. Allir hafi skilið þetta og af hverju gengið var að veikjast. Ég hef gert mér far um að reyna að tala sýrt og ég fæ ekki annað séð að öll þjóðin átti sig á um hvað ég er að tala” sagði Ásgeir en bætti því við að stundum gangi hlutirnir öfugt við það sem hann hafi vænst.

Rannveig aðstoðarseðlabankastjóri sagði að það hefði ekki dugað til að vera með meira aðhald hins opinbera í ríkisfjárfestingum til að halda niðri vöxtum því krafturinn í einkaneyslu hafi verði það mikill.

Heimilin með beinum hætti áhrifavaldur verðbólgunnar í gegnum verðtryggð lán
Jóhann Páll spurði einnig út í fjálglegt tal Ásgeirs um nýja tímar þar sem við yrðum eins og venjuleg þjóð með lægra vaxtarstig til að viðhalda verðstöðugleika ef við létum bara verðtrygginguna deyja út með því að láta fólk flykkjast í óverðtryggð lán. Svo hefur komið á daginn að greiðslubyrðin af þeim hefur rokið upp.

Ásgeir sagðist hafa haft trú á þessu á þeim tíma. Þá sagði hann ókostinn við verðtrygginguna væri að peningamálastefna væri veikari hér en víða. Húsnæðisverð væri tekið beint inn í vísitölu neysluverðs sem væri mög óheppilegt. Verðtryggingin væri þannig að heimilin væru með beinu hætti að taka áhættu með verðbólgu. „Ég trúi því að við getum byggt upp meira öryggi með því að vinna að því markmiði að vera ekki með verðtrygginguna”. Þá bætti hann við að allir sem tekið hafi óverðtryggð nafnvaxtarlán hafi stórgrætt en ef þessi tilraun gengi ekki upp þá geti allir bara skellt sér í verðtryggt lán einn tveir og þrír.

Seðlabankastjóri kallar eftir nýrri þjóðarsátt
Ásgeir sagði einnig að okkur skorti stöðugleika og að ná verðbólgunni niður en að við þyrftum að geta gert langtíma kjarasamning næsta haust sem byggðu á þjóðarsátt um lága verðbólgu.

Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar spurði hvort seðlabankinn hafi lækkað stýrivexti of hratt í upphafi til að auka eftirspurn eftir húsnæði. „Hver kveikti í verðbólgubálinu? Er það ekki hrein eignaupptaka þegar gripið er til svo harðra aðgerða. Þegar áhrifin eru þau að fasteignaveð lækkar en lánin halda áfram að hækka? Er ekki ráðist á hóp sem getur ekki varið sig en er látinn taka höggið eins og í hruninu?” Spurði Guðbrandur. Þá voru bankastjórarnir einnig spurðir hvort við værum í ásættanlegri stöðu, hvort sveigjanleikinn væri of mikill og hvort ríkisfjármálin og seðlabankinn spiluðu ekki nægilega vel saman.

þú finnur ekki annað Evrópuland í betri stöðu
Ásgeir sagði okkur hafa verið fyrst til að lækka vexti. Við lækkuðum um 200 punkta 2020 og við komumst mjög auðveldlega út úr niðursveiflunni á þeim tíma en ferðaþjónustan væri mun stærri hluti af okkar framleiðslu en annara landa í Evrópu og vísaði hann þar í afleiðingar heimsfaraldursins. Hann sagði seðlabankann hafa fengið hrós erlendis frá um rétt viðbrögð.

Þá hafi þau reynt að tryggja það að skuldir heimilanna hafa ekki hækkað. „Við höfum tryggt að alþjóðlega sveiflan sé ekki að hafa þau áhrfi að við séum í kollsteypu á gjaldeyrismarkaði. Ferðaþjónustan hverfur í 2 ár og sparar peningana og kemur svo með það inn í kerfið af fullum krafti. Við erum búin að koma 11 asinnum fram til að tilkynna um hækkun stýrivaxta og þurfum að vera skömmuð af ykkur” sagði Ásgeir. „Við erum að reyna að hægja á kerfinu með hækkun stýrivaxta og það verður mikið af reiðu fólki sem les gamlar blaðagreinar og reynir að skamma okkur”, bætti hann við.

Þá segir hann að lán þeirra sem eru með óverðtryggð lán hafi ekki hækkað heldur hafi fólk séð raunveru lánsins lækka gríðarlega. Þetta væru ekki endilega fórnarlömb sagði hann og endurtekur að fólk geti alltaf farið aftur í verðtryggt.

Ásgeir segir verðbólguna vera alþjóðlega þó hún sé ívið lægri hér en í nágrannalöndunum. Fiskur og ál hafa hækkað í verði sem og einingar í ferðaþjónustu svo það komi sér vel en hrávöruverð erlendis frá hafi haft áhrif á okkur. „Við vildum fá mjúka lendingu af því verðbólgan er alþjóðleg og að mörgu leyti hefur okkur tekist vel að halda kerfinu stöðugu” sagði Ásgeir. „Við höfum takmarkanir á gengisáætlun og útlánum svo við erum með fleiri aðgerðir en stýrivaxtahækkanir. Miðað við aðrar þjóðir erum við að standa okkur betur en verr. Við erum ekki að eiga við hátt orkuverð eins og aðrar þjóðir. Erum í góðri stöðu, nóg atvinna og laun hækkað umtalsvert. Þrátt fyrir allt er kerfið stöðugt. Engin lánabóla hér. Lífskjör fólks hafa batnað ótrúlega. Hvað varðar Ef fólk tekur ákvörðun um að draga að sér hendur í neyslu gæti það hjálpað en við vitum það samt ekki. Hér hefur fjölgað fólki á vinnumarkaði um 5-7% þú finnur ekki annað Evrópuland í betri stöðu.

Aðstoðarbankastjóri bætir við þetta að krafturinn hér á landi sé meiri en í okkar viðskiptalöndum og það skýrir okkar vaxtarstig. Ef við hefðum vitað af Úkraínustríðinu og áhrifum kjarasamninga þá hefðum við kannski ekki tekið svona mörg lítil skref. Þá hefðum við hækkað meira í einu.

Í nóvember þegar við vorum að taka ákvörðun um vexti vorum við að gera ráð fyrir verðbólgu 4.4% svo við erum alltaf að vinna með einhverjar spár sem standast svo ekki alltaf. Við sjáum ekki allt fyrir.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí