Systurfélag VR í Finnlandi skrifaði undir tveggja ára kjarasamning síðasta sunnudag. Samið var um 25 þúsund króna hækkun á mánuðu fyrir fullt starf auk 62 þúsund króna eingreiðslu. Eingreiðslan er til að bæta fyrir að samningur tók ekki við af samningi.
Palvelualojen ammattiliitto eða Pam má líkja við VR á íslandi, verkalýðsfélag fyrir þá sem starfa í þjónustugeiranum á einkamarkaði. PAM hefur 190 þúsund meðlimi, þar af 71 prósent konur. Flestir meðlimir PAM starfa í smásölu, ferðaþjónustu, veitinga- og tómstundaþjónustu, fasteignaþjónustu og öryggisgeiranum.
Kauppa liitto eru samtök fyrirtækjaeiganda í verslunarþjónustu. Má líkja við SVÞ Samtök verslunar og þjónustu á Íslandi. Samtökin eru með um 7 þúsund aðildarfyrirtæki. Hjá aðildar fyrirtækjunum starfa um 300 þúsund manns.
Síðasti kjarasamningur félaganna rann út 31. janúar 2022. Félagar Pam voru því samningslausir rúmlega 12 mánuði. Lægstu mánaðarlaun samkvænt þeim samningi voru 278 þús. kr. en hæstu laun 395 þús. kr. Athygli vekur að hærri laun eru borguð innan stór Helsinki svæðisins. Utan þess eru lægstu og hæstu mánaðarlaun 267 þús. kr. og 374 þús. kr. Munurinn er 11 þús. kr. til 21 þús. kr. eða 4,1% til 5,6%.
Hafa ber í huga að allt er ódýrara í Finnlandi, nema húshitun. Almennt verðlag er um 21% dýrara á Íslandi en í Finnlandi. Launin sem samið var um jafngilda því um 336-478 þús. kr. á íslenskum vinnumarkaði og hækkunin um 30 þús. kr.
Krafa Pam var 31 þúsund krónur hækkun á mánaðarlaunum fyrir fullt starf. Niðurstaðan varð 25 þúsund krónur. Pam sótti hart að fyrirtækjaeigendum og beitti verkfallsvopninu af hörku. Líkt og hjá Efling hér heima, beitti Pam vopninu með stigmagnandi þunga. Til að taka dæmi um aðgerðir var þriggja daga verkfall hjá hluta meðlima sem sinna flutningaþjónustu fyrir 160 matvöruverslanir. Engar vörur voru afhendar frá kl. 17 þann 9. febrúar til kl. 17 þann 11. febrúar.
Skoðum aðeins efnahagsástandið í Finnlandi. Við fyrstu sýn virðist þetta vera miklar hækkanir. Launatöflur hækka í júní um 3,9% og síðan ári síðar um 2,1%. Samtals um 6,1%. Verðbólga síðustu tólf mánuði var 7,1% í desember í Finnlandi. Það má því álykta að launafólk í smásölugeiranum sé að taka á sig töluverða kjaraskerðingu. Líkt og á hér á Íslandi á finnskt láglaunafólk að borgar fyrir verðbólguna með launalækkun.
Mynd: Pam liðar með skilti sem stendur á frá vinstri ,,Við eigum skilið laun sem duga til framfærslu“ ,,Tími til kominn að hækka“ ,,Það vantar fagfólk í þjónustu greinar“