Verkföll í Bretlandi farin að minna á toppinn á Thatcher-árunum

Verkalýðsmál 15. feb 2023

Verkfallsdagar á Bretlandi voru 2.470 þúsund í fyrra, fleiri en sést hefur síðan 1989. Það ár og árin á undan voru verkföll algeng, bæði vegna kaupmáttarrýrnunar vegna innleiðingar nýfrjálshyggju Margaret Thatcher en einnig vegna árása stjórnvalda á verkfallsréttinn og völd verkalýðsfélaga.

Í fyrra voru járnbrautastarfsmenn í verkföllum og póstburðarfólk, en ekki síst starfsfólk heilbrigðiskerfisins og fleiri arma opinberrar þjónustu. Og það sem af er árinu hafa verkföll aukist enn og enn fleiri eru ráðgerð.

Ástæðan fyrir þessum óróa á vinnumarkaði er langvarandi stöðnun í launakjörum áður en verðbólgan, og ekki síst orkuverð, tók að grafa undan kaupmætti. Í lok síðasta árs höfðu laun hækkað um 6,7% á sama tíma og verðbólgan var 10,5%.

Hækkun launa bankamanna ýtti undir hækkun launa á almennum markaði, sem hækkuðu að meðaltali um 7,3% á sama tíma og laun opinberra starfsmanna hækkuðu aðeins um 4,3%.

Launin fara ekki lækkandi að raunvirði vegna samdráttar. Störfum fjölgar í Bretlandi, bæði á hinum formlega vinnumarkaði þar sem launafólk nýtur verkefna, en þó af meiri hraða hans, þar sem fólk nýtur engra réttinda. Í dag sinna um 1.130 þúsund manns störfum undir svokölluðum núll-samningum, fær borgað meðan það er við störf en ekkert utan þess, getur verið sent heim um miðjan dag ef fyrirtækjaeigendum dettur það í hug.

Hér má sjá graf úr The Guardian sem sýnir fjölda verkfallsdaga á Bretlandi frá 1986 til 2022:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí