Yfirbann samþykkt hjá Isavia

Verkalýðsmál 27. feb 2023

Ótímabundið yfirvinnubann félagsmanna Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, FFR, sem starfa hjá Isavia ohf., Isavia innanlandsflugvellir ehf. og Isavia ANS ehf. var samþykkt með góðum meirihluta. Yfirvinnubannið hefst á föstudaginn næsta. Flugmálastarfsmenn starfa t.d. við vopnaleit á flugvöllum.

Við boðun atkvæðagreiðslu sagðist stjórnin hafa reynt að ná samningum við SA/Isavia án árangurs. Á félagsfundi sem haldinn var fyrri tíu dögum kom í ljós einhuga skoðun félagsmanna að reyna með aðgerðum að ná fram kröfum félagsins.

Því lagði stjórnin til ótímabundið yfirvinnubann allra félagsmanna FFR sem starfa hjá Isavia ohf., Isavia innanlandsflugvellir ehf. og Isavia ANS ehf. sem tekur gildi þann föstudaginn 3. mars. Yfirvinnubannið tekur ekki til fastrar yfirvinnu hvort sem hún er unnin eða óunnin.

Niðurstöður kosninganna urðu þessar:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí