Yfirbann samþykkt hjá Isavia

Verkalýðsmál 27. feb 2023

Ótímabundið yfirvinnubann félagsmanna Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, FFR, sem starfa hjá Isavia ohf., Isavia innanlandsflugvellir ehf. og Isavia ANS ehf. var samþykkt með góðum meirihluta. Yfirvinnubannið hefst á föstudaginn næsta. Flugmálastarfsmenn starfa t.d. við vopnaleit á flugvöllum.

Við boðun atkvæðagreiðslu sagðist stjórnin hafa reynt að ná samningum við SA/Isavia án árangurs. Á félagsfundi sem haldinn var fyrri tíu dögum kom í ljós einhuga skoðun félagsmanna að reyna með aðgerðum að ná fram kröfum félagsins.

Því lagði stjórnin til ótímabundið yfirvinnubann allra félagsmanna FFR sem starfa hjá Isavia ohf., Isavia innanlandsflugvellir ehf. og Isavia ANS ehf. sem tekur gildi þann föstudaginn 3. mars. Yfirvinnubannið tekur ekki til fastrar yfirvinnu hvort sem hún er unnin eða óunnin.

Niðurstöður kosninganna urðu þessar:

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí