Hafnar aðferðum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum

Efnahagurinn 2. mar 2023

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að ríkisstjórnin verði að grípa til aðgerða í efnhagsmálum þjóðarinnar strax. Segir hún að beita þurfi sértækum tekjuöflunaraðgerðum gegn verðbólgu, auknu aðhaldi á markaði og stuðningsaðgerðum við heimili í vanda.

Hún gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að láta Seðlabankann einan algerlega um hagstjórnina.

„Í stað þess að bregðast við hafa ráð­herrar eftir­látið Seðla­bankanum al­ger­lega hag­stjórnina – sem hefur einungis tak­mörkuð og al­menn tæki til. Þetta hefur haft al­var­legar af­leiðingar í för með sér fyrir al­menning.“

Sonja segir að fyrirtækin ráði ein verðlagi og stjórnvöld þurfi að tryggja virka samkeppni og neytendavernd á þeim fákeppnismarkaði sem er hér á landi. Vegna vaxtahækkana hækka  fyrirtækin vöruverð á nauðsynjavörum og taka ekki þátt í að draga úr verðbólgunni.

„Það eru fyrir­tækin sem á­kveða verð­lag. Hér ríkir fá­keppni á mörkuðum með nauð­synja­vörur og mun sú staða ekki breytast af sjálfu sér. Stjórn­völd geta og eiga að tryggja virka sam­keppni og neyt­enda­vernd. Hjá stór­fyrir­tækjunum er svig­rúm til þess að minnka á­lagningu, sem eykst þó með degi hverjum og veldur aukinni verð­bólgu.“

Þá segir hún að ríkisstjórnin þurfi að bæta stöðu ríkissjóðs með tekjuöflun hjá þeim sem hafa svigrúm til þess: hátekjuskatt, bankaskatt, stóreignaskatt, fjármagnstekjuskatt og hærri hlutdeild í tekjum af afnotum auðlinda í eigu þjóðarinnar. Og enn fremur segir hún í grein sinni að ríkisstjórnin og Seðlabanki eiga að bera ábyrgð á hagstjórn landsins, en í stað þess virðist sem þeir aðilar beina sjónum sínum að launafólk sem virðist eitt eiga að bera stöðugleikann á herðum sér.

„BSRB hefur bent á að ríkis­stjórnin þurfi að bæta stöðu ríkis­fjár­mála með tekju­öflun hjá þeim sem sannar­lega hafa svig­rúm til að leggja meira af mörkum til sam­neyslunnar. Þar má nefna há­tekju­skatt, stór­eigna­skatt, banka­skatt, hækkun fjár­magns­tekju­skatts og hærri hlut­deild al­mennings í tekjum fyrir af­not á sam­eigin­legum auð­lindum. Verð­bólga er nú í tveggja stafa tölu og því þarf að grípa til ráð­stafana strax en ekki bíða næsta fjár­laga­árs. […] Ríkis­stjórn og Seðla­banki bera á­byrgð á hag­stjórn landsins. Þessir aðilar beina þó oftast sjónum sínum að launa­fólki sem virðist eitt eiga að bera stöðug­leikann á herðum sér.“

Frétt af vef Sameykis. Lesa má grein Sonju hér. Stjórnmál fyrir fólk en ekki fjármagn.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí