Jón Gunnarsson lýgur að þinginu, að fjölmiðlum og að almenningi

Spilling 27. mar 2023

„Dómsmálaráðherra Íslands, maðurinn sem ber ábyrgð á málefnum lögreglu, dómstóla og sýslumanna og réttvísinni á Íslandi svona almennt og yfirleitt, hefur endurtekið verið staðinn að lygum. Hann lýgur að þinginu. Hann lýgur að fjölmiðlum. Hann lýgur að almenningi,“ skrifar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, á Vísi.

„Nú síðast var ráðherrann staðinn að verki við það að ljúga því að okkur öllum að slysum á lögreglumönnum hafi farið mjög fjölgandi síðastliðin ár,“ skrifar Þórhildur Sunna „Þessu laug ráðherrann til þess að réttlæta ákvörðun sína um að vopnvæða lögregluna með rafbyssum. Án umræðu í samfélaginu. Án umræðu í ríkisstjórn. Án umræðu á Alþingi.

Dómsmálaráðherra Íslands, Jón Gunnarsson, ráðherra Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur líka logið um fólk á flótta. Hann gerir það til þess að ala á ótta. Hann gerir það til þess að græða á fordómum gegn flóttafólki, sem er einn viðkvæmasti hópur fólks sem finna má á jörðinni.

Það er í sjálfu sér ekki ólöglegt að ljúga en þegar maður með æðsta vald yfir réttarvörslukerfinu á Íslandi er endurtekið staðinn að lygum er ástæða til þess að staldra við og spyrja sig; hvers vegna hefur það ekki vakið meiri viðbrögð en raun ber vitni?“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí