Rannsókn á Konukoti sýnir afleitar aðstæðurKolbrún Kolbeinsdóttir kynjafræðingur birti MA ritgerðin sína „Eini staðurinn í samfélaginu þar sem ekki er horft niður á þig“: Reynsla kvenna af Konukoti. Hún mætti í Rauða borðið þann 28. febrúar þar sem hún sagði frá niðurstöðum sínum.

Í rannsókninni skoðar Kolbrún aðstæður í neyðarskýli kvenna við Eskihlíð, en þar hefur lítt rannsakaður hópur átt reglulega viðveru. Kolbrún segir markmiðið vera að vekja athygli á félagslegu misrétti sem hópurinn verður fyrir og draga þannig úr jaðarsetningu hans. Í rannsókninni tekur hún út aðstæðurnar og ber þær saman við aðstæður í neyðarskýlum fyrir karla en rannsóknin er eigindleg og byggir á átta viðtölum við konur í Konukoti og fimm viðtölum við forstöðumanneskjur og rekstraraðila í málaflokki heimilislausra.


Niðurstöður Kolbrúnar leiða í ljós að konur sem glíma við heimilisleysi eiga margháttaða ofbeldis- og áfallasögu að baki. Þær glíma við fjölbreyttan heilsufarsvanda en uppeldisaðstæður hafa einkennst af alvarlegri vanrækslu forráðamanna og sinnuleysi samfélagsins gagnvart aðstæðum þeirra og kjörum.

Konurnar hafa allar orðið fyrir kynferðisofbeldi og eru berskjaldaðar fyrir enn meira ofbeldi í í gegnum lífsbaráttuna sem þær há daglega. Auk heimilisleysis glíma þær flestar við fíkn, andlegar áskoranir, líkamleg veikindi og útilokun frá fjölskyldu en fá ekki þjónustu í samræmi við ofbeldis- og áfallasögu sína. Konukot er í óviðunandi húsnæði sem útvistað er til Rótarinnar. Hugmyndafræði skaðaminnkunar og áfalla- og kynjamiðuð nálgun er viðhöfð og upplifa konurnar að staðurinn sé eini staðurinn sem þeim sé mætt á þeim punkti sem þær eru á þá og þegar. Hins vegar hamlar húsnæðið og aðstaðan í Konukoti því að hægt sé að vinna eftir hugmyndafræði og nálgun sem lagt er upp með.

Það vekur athygli að á meðan á heimsfaraldrinum stóð var leigt hótel fyrir konurnar sem þá voru í Konukoti þar sem aðstæður voru mun betri. Klósett og baðaðstaða var prívat auk einstaklingsherbergja svo konur fengu það næði sem þær þurftu. Í kjölfarið voru þeim einnig veitt varanleg búsetuúrræði. Þær konur hafa ekki þurft að snúa aftur í konukot.

Sjá má viðtalið við Kolbrúnu hér á hlekknum:
https://samstodin.is/show/dyrtid-kolefnabinding-konukot-og-kina/

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí