Samskip semja við Eflingu um hækkun ábata bílstjóra

Verkalýðsmál 1. mar 2023

Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Samskipa hafa fallist á 28% hækkun svokallaðs ábata, sem er sérgreiðsla ofan á hverja unna klukkustund í vinnustaðasamningi Eflingar vegna hafnarverkamanna og bílstjóra hjá Samskip.

Ein meginkrafa hafnarverkamanna og bílstjóra hjá Samskip í kjaradeilu Eflingar við SA var hækkun á ábatanum, sem hefur rýrnað miðað við launaþróun yfir árabil.

Ábatinn hækkar samkvæmt þessu um 28% frá fyrri upphæð og verður samkvæmt þessu 225 kr. á klukkustund.

Einnig er launaflokkur bílstjóra hjá Samskipum með réttindi til aksturs með hættuleg efni (ADR) hækkaður um einn, úr launaflokki 13 í 14.

Umræddar breytingar eru með fyrirvara um samþykki á miðlunartillögu ríkissáttasemjara sem kynnt var í dag.

Frétt af vef Eflingar.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí