Samskip semja við Eflingu um hækkun ábata bílstjóra
Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Samskipa hafa fallist á 28% hækkun svokallaðs ábata, sem er sérgreiðsla ofan á hverja unna klukkustund í vinnustaðasamningi Eflingar vegna hafnarverkamanna og bílstjóra hjá Samskip.
Ein meginkrafa hafnarverkamanna og bílstjóra hjá Samskip í kjaradeilu Eflingar við SA var hækkun á ábatanum, sem hefur rýrnað miðað við launaþróun yfir árabil.
Ábatinn hækkar samkvæmt þessu um 28% frá fyrri upphæð og verður samkvæmt þessu 225 kr. á klukkustund.
Einnig er launaflokkur bílstjóra hjá Samskipum með réttindi til aksturs með hættuleg efni (ADR) hækkaður um einn, úr launaflokki 13 í 14.
Umræddar breytingar eru með fyrirvara um samþykki á miðlunartillögu ríkissáttasemjara sem kynnt var í dag.
Frétt af vef Eflingar.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward