Þórhildur Sunna vill að Jón stigi til hliðar
Eftir útspil dómsmálaráðherra Jóns Gunnarssonar í þingsal í gær þegar minnisblað skrifstofu Alþingis var til umræðu og hann sakaði stjórnarandstöðuna beint og óbeint um að þiggja mútur frá innflytjendum svo þeir fengju íslenskan ríkisborgararétt íhugar stjórnarandstaðan næstu skref.
Stöð 2 og Vísir fjölluðu um málið en þar segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata að sér finnst réttast að ráðherrann stígi til hliðar.
Dómsmálaráðherra breytti vinnulagi Útlendingastofnunar með þeim afleiðingum að allsherjar- og menntamálanefnd fær ekki umbeðnar upplýsingar um umsækjendur um ríkisborgararétt en samkvæmt minnisblaði skrifstofu þingsins er slík upplýsingagjöf og afhending gagna forsenda þess að þingið geti afgreitt slíkar umsóknir með tilhlíðiðlegum hætti.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward