Vilja banna mismunun byggða á erfðastéttaskiptingu

Þingmaður Kaliforníuríkis hefur lagt fram frumvarp sem bannar mismunun á grundvelli erfðastéttaskiptingar. Ríkið yrði það fyrsta í Bandaríkjunum til að banna slíka mismunun en Seattle-borg varð nýlega fyrsta borgin til þess.

Frumvarpið, sem kynnt var á miðvikudag, var lagt fram af Aisha Wahab þingmanni Demókrata og myndi bæta erfðastétt sem vernduðum hópi við lög Kaliforníuríkis gegn ýmiss konar mismunun svo sem á grunni kynþáttar, líkamlegrar fötlunar eða kyntjáningar. Talsmenn málsins segja að því sé ætlað skýra núverandi vernd fyrir fólk sem er kúgað á grundvelli erfðastéttaskiptingar og að formlega viðurkenna áhrif hins aldagamla Suður-Asíukerfis félagslegrar lagskiptingar sem einnig finnist í Bandaríkjunum í dag.

Alda gömul mismunun

Þegar innflytjendur frá Suður-Asíu hafa flust til Bandaríkjanna hefur erfðastéttaskiptingin stundum fylgt með í farteskinu og þar sem innflytjendum frá Suður-Asíu hefur haldið áfram að fjölga hefur slík mismunun orðið stærra vandamál með tímanum. Vandamálið er þó ekki eingöngu bundið við Suður-Asíu.

Erfðastéttaskiptingin er félagslegt stigveldi sem setur fólk í fyrir fram skilgreinda flokka eða stéttir við fæðingu. Þeir sem eru í neðstu þrepum stigans geta orðið fyrir miklu aðkasti, fordómum, mismunun og jafnvel ofbeldi. Þrátt fyrir uppruna þess í Indlandi til forna og hindúatrúar, hefur nútíma erfðastéttaskipting þróast áfram á aldalöngum valdatíma múslíma og breska heimsveldisins í Suður-Asíu og er nú að finna í flestum löndum svæðisins. Og þó að Indland hafi formlega bannað slíka mismunun eftir að hafa öðlast sjálfstæði, eru fordómar sem byggjast á erfðastéttum enn alvarlegt vandamál í landinu.

Talsverð umræða hefur verið um erfðastéttaskiptingu undanfarnar vikur innan Bandaríkjanna eftir að borgarstjórn Seattle samþykkti nýlega mál sósíalistans Kashama Sawant, sem sjálf er af Indverskum-Amerískum uppruna, um að banna slíka mismunun.

Kashama Sawant sagði þegar málið var lagt fyrir að „alveg eins og kynþáttafordómar eru ekki afleiðing af „óumflýjanlegum“ kynþáttaágreiningi milli hvítra og svartra fólks, hefur kúgun erfðastéttaskiptingar einnig verið viðhaldið af stéttaskipan kapítalísks samfélags í Suður-Asíu og nú í Bandaríkjunum.“

„Fyrir utan að vinna umbætur eins og þessa þarf vinnandi fólk í borginni okkar, á landsvísu og á alþjóðavettvangi að sameinast og byggja upp fjöldahreyfingar til að berjast fyrir sósíalísku samfélagi. Vegna þess að svo lengi sem arðránskerfi eins og kapítalismi er til, mun kúgun vera landlæg. Eina leiðin til að binda enda á kúgun stétta, kynþátta, kynja og kúgun almennt er að verkalýðurinn berjist fyrir annars konar heimi.“

Myndin er af Aisha Wahab með stuðningsfólki frumvarpsins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí