Almenningur komin með upp í kok af spillingu á Ísland

Spilling 28. apr 2023

Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, segir í Tímariti Sameykis að getuleysi íslenskra stjórnvalda til að uppræta spillingu á Íslandi sé meðvitað val en ekki fúsk. Það sannar fjöldinn allur af opinberum málum þar sem greinilegt sé að um spillingu sé að ræða og að almenningur sé komin með upp í kok af henni.

„Við vitum öll að spillingu skolar ekki aðeins á fjörur Íslands heldur er hún ansi oft brugguð hér heima. Samherjamálið sýnir um leið að draumaeyjan í norðri er fær um að flytja hana beinlínis út. Sleppa henni lausri í Namibíu. Þegar allt kemst svo upp leyfum við þeim að þrífa upp á meðan okkar ráðherra hringir í félaga sinn til að stappa í hann stálinu og athuga líðan. Auðvitað er það rétt sem Drago Kos segir, yfirmaður vinnuhóps OECD gegn mútum, að það sé nánast vandræðalegt fyrir Ísland að yfirvöld í Namibíu dragi vagninn í rannsókn á Samherjamálinu.

Hugsanlega hefur vandamálið aldrei verið skortur á vitneskju. Getuleysi íslenskra yfirvalda er kannski ekki aðeins fúsk heldur val; spilling í sjálfu sér. Ráðin eru þekkt, aðstoðin er í boði, fjöldi mála er opinber, almenningur löngu kominn með upp í kok. Flöskuhálsinn er hjá stjórnvöldum sem hunsa, snúa út úr og forðast að reisa varnir og rannsaka augljósar vísbendingar um brot.

Eitt heldur lífi í spillingunni umfram annað. Ágóðinn af spilltu umhverfi sem ýtir undir brask, frændsemi og föngun ríkisvaldsins og finnur sér að mestu leið í veski fárra. Pólitískt aðgerðaleysi getur því verið ágætt fyrir þá sem eiga lausafé til að kaupa banka og enn betra fyrir þá sem þegar eiga Teslur og lúxusíbúðir en gætu vel hugsað sér að eiga stjórnmálamenn.“

Frétt af vef Sameykis. Hægt er að lesa grein Atla hér: Spillingin og við.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí