Efling gerir samning við Reykjavíkurborg

Verkalýðsmál 1. apr 2023

Samninganefnd Eflingar náði í nótt samningum við Reykjavíkurborg um endurnýjun kjarasamnings. Samningurinn felur í sér nýja launatöflu sem tryggir félagsfólki Eflingar grunnlaunahækkanir mánaðarlauna um tæp 9%.

Samningurinn er til 12 mánaða og rennur út þann 31. mars 2024.

Dæmi um hækkanir töflu í fjölmennum starfsheitum Eflingarfélaga eru 39.084 kr. fyrir leiðbeinanda 1 á leikskóla með 1 árs starfsaldur, 38.653 kr. fyrir verkamann í útivinnu með 7 ára starfaldur, 41.198 kr. fyrir starfsmann heimaþjónustu með 5 ára starfsaldur og 47.401 kr. fyrir deildarstjóra á leikskóla með 9 ára starfsaldur.

Að auki hækka sérstakar greiðslur vegna lægstu launa. Þetta eru annars vegar sérsök hækkun lægstu launa sem fer eftir starfsmatsstigum og hins vegar fastar greiðslur til starfsfólks í leikskólum og starfsfólks í heimaþjónustu.

Áætlun um viðræður á samningstíma um ýmis samningsatriði önnur en launalið fylgir samningnum.

Samningurinn fer í ítarlega kynningu og atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks strax eftir helgi og mun niðurstaða atkvæðagreiðslu liggja fyrir eigi síðar þann 14. apríl.

Viðræður fóru fram á lokametrunum í félagsheimili Eflingar. Fyrri kjarasamningur rann út í gær 31. mars og var viðræðum aldrei vísað til ríkissáttasemjara.

„Niðurstaða þessa samnings er að mati samninganefndar ásættanleg. Samningsvilji og lausnamiðun var til staðar af hálfu Reykjavíkurborgar og raunverulegt samtal náðist. Ég lýsi ánægju með hversu vel tókst að viðhalda verðmæti sérstakra greiðslna sem voru stærsti sigur Eflingarfélaga í kjarasamingnunum 2020. Ég hvet félagsfólk til að fylgjast vel með kynningu á inntaki samningsins og taka þátt í atkvæðagreiðslunni um hann,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.

Lokaútgáfa samningsins er hér á PDF-formi.

Myndin er af undirritun samningsins: Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Rakel Guðmundsdóttir formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar undirrita samning ásamt samninganefndum.

Frétt af vef Eflingar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí