Tafir á breytingum reglugerða um brunavarnir í leiguhúsnæði

Tveir starfshópar í innviðaráaðuneytinu vinna nú að útfærslum á kröfum slökkviliðs höfðuborgarsvæðisins um auknar heimildir við eftirllit á brunavörnm auk þess að skerpa á og skýra slíkar reglur og eftirlit með leiguhúsnæði. Vinnan hefur staðið yfir frá því í apríl 2022 og átti að ljúka í júní á þessu ári en mun tefjat eitthvað um sinn. Fréttastofa RUV ræddi við Birgi Finnsson um málið.

Breyttar reglur myndu um brunavarnir gætu meðal annars innihalið leiðbeiningar um hvernig slökkvilið geti skoðað íbúðarhúsnæði og hvar. Þá yrðu heimildir slökkviliðs og byggingarfulltrúa líklega rýmkaðar til dæmis til að leggja á stjórnvaldssektir vegna brota á lögum.

Á leigumarkaðnum i dag er fólk gjarnt á að breyta húsnæði vegna gróðasjónarmiða en áttar sig ekki endilega á því hvað má og hvað ekki og hvort verði sé að raska brunahólfum og takmarka útgönguleiðir.

Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við RUV að hinir verst stöddu á leigumarkaði þori ekki að leita sér aðstoðar þó að brunavörnum sé ábótavant.

„Allt snýr þetta að fólki sem býr annars staðar en í húsnæði sem það á sjálft. Þú ert að leigja einhvers staðar og það sé verið að tryggja það að það sem þú leigir sé öruggt fyrir þig,“ segir Birgir

Hann segir að íbúðarhúsnæði verði að vera öruggt fyrir alla sem í því búa en slökkviliðið skorti heimildir til að tryggja að reglum sé fylgt eftir.

„Við getum auðvitað bankað upp á og beðið um að fá að skoða en það er í raun og veru eitthvað sem við horfum ekkert á sem möguleika, vegna þess að þá sitjum við svolítið uppi með að við höfum vitneskju um þennan hlut. Það er líka bara gagnvart okkar starfsfólki – við þurfum að hafa einhverjar heimildir þannig að við getum fylgt þessu eftir.“

Fjöldaskráningar í húsnæði er einnig til skoðunar hjá starfshópnum en Birgir segir það auðvitað óeðlilegt að fleiri tugir manns séu skráðir í einhverja íbúð sem aldrei búa þar.

Þá hefur slökkviliðið látið reyna á lagabókstafinn án árangurs í tilraun til að fá að skoða íbúðarhúsnæði en þar hefði þurft dómsúrskurð til að gera prófmál. Dómari úrskurðaði hins vegar um að slíkt gengi ekki upp þar sem lögin væru ekki nægilega skýr.

Undanfarin ár hafa komið upp mörg brunamál með skelfilegum afleiðingum þar sem um mannslíf var að tefla svo sem í tilfelli brunans við Bræðraborgarstíg þann 25. júní 2020. Þar fórust þrjú.

Í febrúar á þessu ári kveiknaði eldur í áfangaheimili í Vatnagörðum sem búið var að úrskurða óíbúðarhæft og sérlega hættulegt og hefði getað farði ver en á horfðist.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí