Úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar í fjármálaáætlun

Efnahagurinn 28. apr 2023

Heiður Margrét Björnsdóttir, hagfræðingur hjá BSRB, greindi frá áhrifum nýframlagðar fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar á íslenskt samfélag á fundi Trúnaðarmannaráðs Sameykis í gær.

„Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er varpað ljósi á stefnu stjórnvalda og stöðuna í efnahagslífinu. Stóra myndin í þessari fjármálaáætlun 2024-2028 byggir á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Þar kemur fram að hagvöxtur verður áfram góður árlega um 2,4 til 2,7 prósent á tímabilinu en verðbólgan verður áfram há út þetta ár en fari svo lækkandi og verður 2,5 prósent árið 2027. Spáð er að atvinnuleysið verði hóflegt á tímabilinu um fjögur prósent. Í nýrri verðbólguspá Landsbankans kemur þvert á móti fram að verðbólgan verði þrautseigari og taki lengri tíma að hjaðna en fram kemur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.“

Skuldir ríkissjóðs aukast um 250 milljarða

Heiður Margrét útskýrði að þó að frumjöfnuður í áætluninni sé jákvæður þá sé ekki þar með öll sagan sögð.

„Í einföldu máli þýðir það þegar talað er einungis um frumjöfnuð, er eins og að tala um heimilisbókhaldið án þess að gera ráð fyrir því að borga þurfi af húsnæðislánum. Taka verður tillit til vaxtajöfnuðar líka – hvað ertu að greiða í vexti. Heildarjöfnuðurinn sýnir það svigrúm sem maður hefur til að greiða niður skuldir og er hann neikvæður framan af en svo jákvæður 2028 samkvæmt áætluninni. Á þessu fimm ára tímabili erum við að greiða 500 milljarða í vexti sem er fjórði stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs á þessu tímabili. Mikilvægt er að huga að því hvernig við getum sótt tekjur í ríkissjóð til að reka opinbera þjónustu á þessu tímabili. Þó greint sé frá því að ríkissjóður standi vel í alþjóðlegum samanburði, er raunin sú að við stöndum ver en aðrar þjóðir þegar kemur að lánsskilyrðum og vaxtastigi. Ástæðurnar eru ýmsar fyrir því en nefna má íslensku krónuna, áhættuálag, hve smá við erum í samanburði, óstöðugt hagkerfi og meiri sveiflur eru í okkar hagkerfi.“

Skuldir ríkissjóðs aukast um 250 ma. á tímabilinu og sagði Heiður Margrét að þó að tekjur aukist þá aukast skuldirnar líka og þó hlutfallið haldist þarna á milli erum við enn að auka við okkur skuldir í krónum talið.

Auknar álögur og skattar lagt á almenning

„Hvað getum við gert til að lækka skuldir? Við getum farið í aðhald, skorið enn frekar niður í opinberri þjónustu eða við getum farið í aukna tekjuöflun. Við hjá BSRB urðum fyrir vonbrigðum með tekjuáætlunina í fjármálaáætluninni því breytingarnar eru litlar sem engar og uppleggið fyrir 2024 er að auka tekjur um 23 ma. Aðeins tveir liðir í þessum hækkunum er á atvinnulífið; hækkun á gjöldum á fiskeldi og ferðaþjónustu þar sem hagnaðurinn hefur verið gríðarlega mikill en er einungis samtals um 15 prósent af tekjuöfluninni. Restin af tekjuöfluninni leggst á almenning eða 85 prósent sem er rúmlega 15,3 milljarðar króna. Hins vegnar sjáum við hjá BSRB mikið svigrúm til að auka tekjur sem ríkisstjórnin virðist ekki sjá. Þá ætlar ríkisstjórnin að lækka endurgreiðslur vegna viðhalds og endurbóta á íbúðarhúsnæði og skattlagningu á ökutæki o.fl. Síðan eru óútskýrt í áætluninni hvernig á að afla 4,5 ma. fyrir 2024. Þá er líka óútfærðir 18 ma. króna í niðurskurð fyrir tímabilið. BSRB vill sjá að þar sem tækifæri eru til staðar verði tekjuöflunin efld svo sem í gegnum hátekjuskatt, stóreignaskatt, fjármagnstekjuskatt, hvalrekaskatt og auðvitað auðlindagjöldin. Samkvæmt fjármálaáætluninni til 2028 ætlar ríkisstjórnin ekki að fara í þessa tekjuöflun, það er ekkert að fara að breytast. Þá er athyglisvert að sjá að ríkisstjórnin ætlar að hækka tekjuskatt lögaðila árið 2025 úr 20 prósetnum í 21 prósent – í eitt ár og svo lækka hann aftur. Það er allt og sumt, og það er augljóst að engar stefnubreytingar er að sjá tekjuöfluninni. Þannig að í raun leggst tekjuöflun ríkissjóðs þyngst á almenning í þessu plaggi í stað atvinnulífsins.,“ sagði Heiður Margrét að lokum.

Frétt af vef Sameykis.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí