Geoffrey Hinton varar við eigin sköpunarverki – gervigreind

Á síðustu mánuðum hafa bæði Google og Amazon, Facebook og Twitter sagt upp stórum hópum starfsmanna sinna en tæknin sem tengist þróun á borð við ChatGTB gervigreindarinnar gerir nú störf þúsunda hjá þessum fyrirtækjum óþörf. Geoffrey Hinton, sem sumir kalla guðföður gervigreindarinnar hefur nú hætt störfum hjá Google og tekur undir með hópi fólks sem varar við örri framþróun hennar en hann telur að um 300 milljónir muni missa vinnuna vegna svokallaðra Chat-botta.

Árið 2012 bjó Hinton ásamt tveimur nemendum sínum til grunnin að gervigreindinni sem stóru tæknifyrirtækin sjá sem framtíðina sem blasir við okkur. Hann hefur starfað hjá Google í áratug en Vísir segir frá því að hann hafi nú bæst i hóp þeirra tæknirisaa sem vari við hraðri framþróun gervigreindar á borð við GPT-4 mállíkanið sem íslenska fyrirtækið Miðeind tók þátt í aða þróa ásamt Open AI.

Geoffrey Hinton, sem hefur verið nefndur guðfaðir gervigreindarinnar, er því hættur störfum hjá tæknirisanum Google. Hann hyggst vara fólk við hættunni sem stafar af örri þróun gervigreindar.

Hinton hefur verið í hlutastarfi hjá Google í um áratug. Árið 2012 bjuggu hann og tveir nemendur hans til tækni sem varð grundvöllurinn að gervigreindinni sem tæknirisarnir vilja meina að sé lykillinn að framtíðinni.

Skemmst er frá því að nokkrir þekktir sérfræðingar í gervigreind sendu frá sér opið bréf með kröfu um aða tekið yrði sex mánaða hljé á framþróun tækninnar sem þeim þótti ekki full þróuð.

Meðal þeirra sem skrifuðu undir bréfið voru Elon Musk, forstjóri Twitter og rafbílafyrirtækisins Tesla og Steve Wozniak, meðstofnandi Apple.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí