Grísk yfirvöld kasta flóttafólki út á ballarhaf

Grísk yfirvöld hafa lengi þverneitað þeim ásökunum að þau kasti hælisleitendum út á gaddinn en ný myndbönd sýna þau gera nákvæmlega það. Frá þessu greinir NY Times. 

Myndböndin og rannsóknarvinna NY Times á þeim sanna það sem grísk yfirvöld hafa lengi verið sökuð um. Þann 11. apríl síðastliðinn fluttu grísk yfirvöld 11 hælisleitendur í trukk, út á haf og skildu þau síðan eftir þar í gúmmíbát. 6 mánaða barn var um borð í gúmmíbátnum og fólkið bjóst ekki við því að lifa þetta af. Flóttafólkið er flest frá horni Afríku; Sómalía, Eþíópíu og Erítreu. 

Fólkinu var svo bjargað af tyrkneskum yfirvöldum en Tyrkir hafa lengi ásakað Grikki um þetta. Flóttafólkinu sem bjargað er af Tyrkjum fær iðulega ekki sömu meðferð og annað flóttafólk sem Tyrkir taka á móti. Yfirvöld í Tyrklandi, ánægð að geta sýnt fram á slæma meðferð Grikklands á flóttafólki, gáfu NY Times leyfi til að koma og taka viðtöl við fólkið og skoða flóttamannabúðirnar sem Tyrkir geyma þau í. Þau lýsa upplifun sinni af grískum yfirvöldum og svo aðstæðunum í Tyrklandi. Fólkið var margt í sömu fötum og það var í þegar þeim var kastað út á haf.

Grísk yfirvöld hafa ekki svarað blaðafólkinu en hafa margoft áður þverneitað því að þau brjóti á mennréttindum flóttafólks og taka gjarnan fram að sá fjöldi flóttafólks sem þeim er ætlað að taka á móti sé of mikill. Myndböndin og frásögn fólksins sanna að grísk yfirvöld eru ekki að fylgja alþjóðalögum og reglum Evrópusambandsins um hælisleitendur.

Flóttafólkið segir frá því að þegar þau komu fyrst til Grikklands tóku á móti þeim grímuklæddir menn sem sögðust vinna fyrir M.S.F, sem eru góðgerðarsamtök, en það rann fljótlega á daginn að það var lygi. Mennirnir rændu þeim öllum verðmætum, símum, peningum, allt saman.

Framtíð hópsins er óljós en flest þeirra eru enn þá í flóttamannabúðum í Tyrklandi. Megnið af hópnum eru einstæðar mæður, mörg með börn sem hafa misst feður sína í stríðum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí